Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Side 54

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Side 54
54 TMM 2017 · 4 Ármann Jakobsson Smaladrengurinn og frásagnarlist Íslendingasagna Í aukahlutverki Franski táknfræðingurinn Roland Barthes (1915–1980) greindi á sínum tíma ljósmyndir af mikilli hind, meðal annars með hliðsjón af hugtökunum studium og punctum. Það fyrra er meginefni ljósmyndarinnar, hið almenna erindi hennar dregið fram af sjálfum ljósmyndaranum en hið seinna er óvænt meginatriði sem blasir við tilteknum áhorfanda en var ekki endilega skipu lagt sem aðalatriðið.1 Í svipaðri stöðu og sá áhorfandi er rannsakandi sem skyndi- lega fer að beina sjónum að aukapersónum texta en það hefur sá er þetta ritar þó gert í vaxandi mæli hin seinni misseri, þar á meðal nafnlausum persónum, þrælum, griðkonum, fóstrum, börnum, unglingum, gamalmennum, í stuttu máli öllum persónum sagnanna sem ekki eru dæmigerðar fornsagnahetjur.2 Það mætti kalla þetta fólk jaðarfólk að því leyti að það nýtur sjaldan mikillar athygli, hvorki í sögunum né meðal þeirra sem um þær fjalla. Það mætti líka kalla það „venjulega fólkið“ vegna þess að drjúgur hluti Íslendinga og annarra manna á miðöldum hefur vitaskuld verið fólk af þessu tagi sem nýtur engra sérstakra forréttinda eða athygli í krafti auðs, valda eða glæsibrags.3 Hér verður fetað sömu braut og Barthes gerði og því haldið fram að þetta sé ómaksins vert. Ein ástæða þess er það eðli góðra texta að í þeim má finna fleira en það sem blasir við strax og á þá er litið. Til eru áhorfendur sem ekki lifa sig inn í sögurnar á sjónvarpsskjánum en horfa þess í stað á landslagið í bakgrunninum. Rétt eins og landslagið er vissulega í bakgrunni myndar- innar þegar ástfangna parið kyssist í forgrunni, gegnir nafnlausa Íslendinga- sagnafólkið því hlutverki að mynda trúverðugan félagslegan bakgrunn. Það er ekki ætlunin að söguhlýðendur séu uppteknir að því, en það fær að fljóta með og þjónar þannig hlutverki sem réttlætir tilvist þess í sögunni og þar með þessa umfjöllun, auðvitað ekki aðalhlutverki en þó varla einskisverðu. Samband söguhlýðenda og aukapersóna snýst að verulegu leyti um áhrifs- gildi texta, sambandinu sem textar skapa milli höfunda sinna og áheyrenda og gildi frásagna fyrir líf hins almenna manns, áhrif sem eru í raun alltaf í öndvegi í bókmenntarannsóknum þó að þau séu ef til vill sjaldan rædd ræki- lega. Með því að beina sjónum að aukapersónum í sögunum má þannig varpa
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.