Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 85

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 85
Á l e i ð i s a ð U r ð a r s e l i TMM 2017 · 4 85 myndrænir, og sumir þeirra meðal þess fegursta sem til er á íslenskri tungu. Nefna má lýsingu á bæjarlæknum (H 2011:21) Annar slíkur þáttur hefst á orðunum: „Það voru þeir dagar  …“ (H 2011:291). Þriðja dæmi skal nefnt: „– og ferskur vorblærinn stendur gegnum dalinn í sólskininu. Á slíkum dögum er sólin sterkari en fortíðin“ (H 2011:15). Hér eru margar frásögur og atvik sem lýsa verkið upp, smáþræðir misjafnlega tengdir meginrás verksins. Nokkrir þættir lýsa skynjun barns, hugsunum stúlku sem er að þroskast, og enn aðrir örþrifaverki og hvarfi sonar. Einu sinni var sú tíð, svo að innskot sé nefnt, að langflestir Íslendingar gátu tekið þessum orðum með djúpri og innilegri bernskuvitund: „Sauðkindin stendur heilög við ábrotna lindina, starir jarmandi útyfir sínar gödduðu heiðar, án þess að geta miðlað börnum mannanna kostum skapferlis síns“ (H 2011:467). Hér er undramáttur í lýsingarorðunum, og eignarfornafni tvisvar, og ekki síður í lokaorðunum. Meðal þessara sérþráða eru skemmtileg dæmi um skírskotanir til frétta- efnis á líðandi stund ritunar, til almæltra tíðinda og kunnra manna. Nauðar- samningar um saltkjöt eru nefndir, og samningar við banka í London (H 2011:693, 677). Ingólfur Arnarson Jónsson frá Úti-Rauðsmýri verður alþingismaður og bankastjóri. Móðir hans segir svo að ekki verður efað að hann bar ábyrgð á þunga vinnukonunnar Rósu. Ingólfur er áhugasamur skotveiðimaður. Í síðasta hluta verksins, í kafla sem einnig fjallar um ný jarð- ræktarlög, lánadeild til sveitabygginga, umsvif kaupfélaganna og um vand- ræði bændanna og heitir alkunnum orðum „Þá hugsjónir rætast“, er Ingólfur orðinn forsætisráðherra (H 2011:694). Síðara bindi verksins kom út árið 1935, en árið áður varð áhugasamur skotveiðimaður, sonur ágæts bónda, Hermann Jónasson, forsætisráðherra. Vésteinn Ólason segir: „Ekki þarf að draga í efa að Halldór hugsar sér Ing- ólf Arnarson Jónsson sem forystumann í Framsóknarflokknum“ (Vésteinn 1983:24). Og annar fyrrverandi leiðtogi Framsóknarmanna, séra Tryggvi Þórhallsson, varð bankastjóri. Reyndar minnir nafn Ingólfs nokkuð á annan stjórnmálaforingja á sama tíma, en sá hét fullu nafni Noregskonungs með ættarnafn dregið af eigin föðurnafni í lokin, Ólafur Tryggvason Thors. Slíkar skírskotanir Halldórs þekkja lesendur úr öðrum dæmum og öðrum verkum hans. Verslunarsaga og samvinnusaga Íslands eru stef sem tengist atburðarásum verksins (H 2011:281, 284, 367, 583, 631). Frásögur og lýsingar Halldórs Kiljans Laxness á þessu sviði eru háðskar. Á þessum tíma er Ísland keðja lítt tengdra smásamfélaga sem dreifðust eftir ströndinni, og samgöngur milli smásamfélaganna voru langmest á sjó. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar bjó í þessum smásamfélögum, en ekki við sunnanverðan Faxaflóa. Lesandi nú á dögum skynjar ekki hvað það merkti að missa af skipi, en slíkt atvik kemur einmitt fyrir í verkinu. Engin önnur leið var burt fyrir þann sem ekki átti góða hesta og þekkti fjallvegu, og langt í næsta skip. Í Sjálfstæðu fólki er víða drepið á fyrstu viðskiptaþróun í íslenskum land-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.