Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 145

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 145
U m s a g n i r u m b æ k u r TMM 2017 · 4 145 vekjum veldur þetta upplausn og óróa í samfélaginu, faðirinn fer á stjá að rann- saka málið og flækist þannig inn í valdabaráttu klíkanna tveggja. Afleið- ingarnar verða svo þær að eftir átökin skapast stöðugleiki á ný – en einungis innan þessa dystópíska veruleika. Hér fer því minna fyrir möguleikanum á veröld nýrri og góðri, aðeins er boðið upp á aðeins skárri útgáfu af endalok- unum. Í báðum verkum byggir samfélagið á fjölskyldutengslum. Áherslan á fjöl- skylduna er sett á oddinn í upphafi Eylands, en sagan hefst á formála um það að tilheyra samfélagi: Við erum bundin hvert öðru með þúsund ólíkum tengingum; orðum, röddum, snertingu, texta, blóði, söng, strengjum, vegum, þráðlausum skilaboðum. […] [S]tundum gerist eitthvað sem tengir okkur enn betur, færir okkur nær hvert öðru. Brúðkaup, barnsfæðingar og dauðsföll kalla fjölskyldur saman […]. (7) Næsti kafli er sagður í fyrstu persónu einbúa á eyðibýli í einangruðum firði sem hefur „ekkert að gera nema skrifa. Rifja upp og skrifa“ (11). Einbúinn er Hjalti sem skrifar „annál þess sem undan er gengið“ (11) eftir að hafa hafn- að valdboði hvítu drottningarinnar. Síðan hefst þriðju persónu frásögn um Hjalta og sambandsslit hans við Maríu. Þetta þríþætta upphaf dregur annars vegar fram mikilvægi fjölskyldunnar sem grunnstoð siðmenningar, en jafn- framt er minnt á að fjölskylda er fjöl- þætt og fjölmenningarlegt fyrirbæri. Skilnaður Hjalta og Maríu kemur ekki í veg fyrir að meðferðin á henni og syni hennar opni augu hans fyrir einræðistil- burðum Elínar og í lokin hefur hann stofnað til nýrrar ‚fjölskyldu‘ með stjúp- dóttur sinni og börnum sem hann þekk- ir ekkert til. Á sama hátt er fjölskyldan lykilatriði í Nýja Breiðholti. Þau birtast hvað aug- ljósast í föður- og systurást Núma og Brittu sem vilja bjarga Mónu og stöðva morðingjann. Morðinginn tilheyrir svo líka fjölskyldu, nánar tiltekið einni af þeim fimm fjölskyldum sem náðu völd- um eftir árásina. Eftir hatrömm átök náði hópur fólks valdi yfir „miðborg- inni, og pottþétt allt frá Tjörninni og niður að sjó á allar hliðar“ (59). Þetta er sterkasta afl borgarinnar og til að halda stöðunni er valdið fjölskyldutengt: Þeir voru fimm sem sömdu upphaflega sín á milli, fimm kóngar sem tóku þá ákvörðun að til að lifa af og geta haldið sinni stöðu yrðu þeir að vinna saman. Þannig að upp frá því hafa þessir fimm kóngar, og áfram fjölskyldur þeirra að þeim látnum, myndað einskonar stjórn Reykjavíkur. Ekkert gerist í þessari borg án þess að þeir samþykki það, ekkert. (60) Reykjavík er stjórnað af spilltu fjöl- skylduveldi sem verndar geðsjúkan morðingja. Þannig er sýnin á fjölskyld- una flækt, líkt og í Eylandi. Sem mót- vægi við þennan íslenska aðal er svo samfélagið sem Nikolai stýrir í Breið- holtinu, „allt mitt fólk hér í Seljunum“ (61). Þar eru vissulega einnig fjölskyldu- tengsl til staðar, en ekki með jafn rót- grónum hætti og í miðbænum. Samfélag ‚nýja Breiðholts‘ byggir á „samþykki Stjórnarinnar og samvinnu við hana“ (60) og því vill Nikolai ekki í fyrstu aðhafast í máli morðingjans. Þegar hann lætur loks til skarar skríða er það til að bjarga eiginkonu sinni, Söru, og ófæddu barni þeirra. Afleiðingarnar eru síðan þær að vald hans eykst með auknu sam- starfi við Stjórnina. Hugmyndin um fjölskylduna sem grunnforsendu siðmenningar er því bæði við haldið og hún gagnrýnd. Þau
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.