Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 102

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 102
J ó n S i g u r ð s s o n 102 TMM 2017 · 4 oft er þröngt í búi og dimmt í dalakofa … Og þig skal ekki saka um niða- dimmar nætur  … skal ég rífa meira hrís … og vorið kemur bráðum  …“ (Davíð 1976:101–102. Dalakofinn). Og í bókinni Álftirnar kvaka 1929 kveður Jóhannes úr Kötlum um gangnamenn: „… Þetta eru engir hversdagsmenn … Undurfríð við sólar-seim / sveitin bíður – eftir þeim“ -, og hann yrkir líka um búmannsefni: „… Sólin ber mér þyrstum þor, / þegar ég fer að búa í vor“ (Jóhannes 1972:230, 202). Og ungmennafélagar um land allt sungu fullum hálsi til sjálfra sín: „Vormenn Íslands, yðar bíða eyðiflákar, heiðalönd …“ Þessar hugsjónir snertu ekki aðeins hérað eða landshluta, stétt eða atvinnu- veg. Þær flugu hátt yfir framleiðslumagn og tæknistig. Hér var heil heims- mynd undir guði, menningarstefna, gróandi og lífgefandi ættjarðarást, alls- herjartúlkun, fögur og heillandi lífshugsjón. Hún tendraði hugi skáldanna. Miðað við hagrænar forsendur og hugarheim manna þá var hér líka djúpur og háleitur mannskilningur. Skólagengnir hugsjónamenn vitnuðu í Virgil og Hóras og listaskáldið. Það er erfitt fyrir fólk á 21. öld, eftir þær byltingar sem á undan hafa gengið, að setja sér þennan hugarheim fyrir sjónir. Víða um lönd voru framfarir miklar í landbúnaði og búvörur mikilvægar í útflutningi. Sjálfstæði og sjálfs- nægtir voru hugsjón, um náin lífstengsl manns og moldar. Danskt samfélag var endurmótað í þessum anda. Sléttur miðríkjanna í Bandaríkjunum voru byggðar fjölskyldum sem fengu hver jarðarskika til sjálfsbjargar (Home- stead). Endurútskipting bújarða var sjálf frelsun írsku þjóðarinnar. Önnur dæmi hafa einnig verið nefnd framar. Nóbelsverðlaunahafinn John Steinbeck (1902–1968) lýsti síðar erfiðleikum bændafólksins vestan hafs andspænis kreppu og þurrkum í verki sínu, Þrúgur reiðinnar (Steinbeck 1939). Við upphaf nýrrar aldar bjó meirihluti íslensku þjóðarinnar í sveitum og smáþorpum (Guðmundur 1997:90). Þar á milli voru lifandi fjölskyldu- og vinatengsl. Landbúnaður og bátaútvegur mynduðu samfélög sem byggðust framan af að verulegu leyti á sjálfsnægtabúskap með afurðasölu sem fór vaxandi með aukinni véltækni. Unga kynslóðin trúði ákaft á þessi nýju tæki- færi, að eignast jörð, að eignast bát, að eignast verkstæði og áhöld, – en ekki leigja og lúta eins og verið hafði. Vel stæðir menn höfðu ekki þennan sama áhuga því að þeir áttu búið, áhöfn þess, áhöld og búsmala. En unga fólkið var brennandi í andanum og margir flykktust í ungmennafélögin og sam- vinnufélögin. Árið 1930 starfaði vel rúmur þriðjungur þjóðarinnar við landbúnað og fjölmargir þéttbýlisbúar höfðu náin fjölskyldutengsl við sveitafólk (Guð- mundur 1997:212). Bóndinn var ráðsmaður guðs á jörðinni og táknmynd rísandi sjálfstæðrar þjóðar. Bjartur var að vísu uppfullur af kjafthætti og gremju sem áttu sér trúlega rætur í uppvexti hans og kjörum eins og áður getur. En ef lesandi lítur fram hjá þeim sérkennum um stund og virðir lífs- stefnu hans fyrir sér, er Bjartur líka að nokkru leyti táknberi hugsjóna sem álitnar voru háleitar, fagrar, þjóðhollar og framsæknar á sínum tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.