Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Qupperneq 123

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Qupperneq 123
„Vi ð v i l d u m b y l t i n g u “ TMM 2017 · 4 123 í Bólivíu. Hvaða þýðingu höfðu þjóðfrelsishreyfingar þriðja heimsins fyrir 68-kynslóðina? Cohn-Bendit: Þjóðfrelsishreyfingarnar voru þýðingarmiklar fyrir marga af 68-kynslóðinni en ekki neitt sérstaklega fyrir mig sjálfan. Vissulega vorum við á móti Víetnamstríðinu en í mínum augum var Víetkong, sem myndaði kjarnann í skæruliðahreyfingunni til frelsunar Suður-Víetnam, aumir Stalínistar. Og þegar maður les bækur Che Guevara um hinn nýja mann hryllir mann við. Byltingin átti að skapa nýjan mann, það getur ekki annað en mistekist! Ég var hlynntur sjálfstæði Kúbu, Víetnams og Alsírs en bar að öðru leyti ekki traust til pólitískra hreyfinga þessara landa. S.: Þetta átti við um þig og lítinn hluta af 68-kynslóðinni. Fjölmargir þátt- takendur í 68-hreyfingunni, bæði í Þýskalandi og Frakklandi, voru þvert á móti heillaðir af leiðtogum kommúnistaflokka sem byggðu á nokkurs konar alræði. Í mótmælagöngum voru myndir af kínverska einræðisherranum Mao Zedong fastur liður í aðgerðunum. Cohn-Bendit: Þetta gekk í raun enn lengra. Hvernig var hægt að ráðast á og gagnrýna Þýskaland og Frakkland, sem á þessum árum voru staðföst lýð- ræðisríki og benda í staðinn á kínversku menningarbyltinguna sem jákvæða fyrirmynd þar sem milljónir manna voru drepnar? Þetta var gjörsamlega galinn samanburður! Nú á okkar tímum er þetta algerlega óskiljanlegt. S.: En hvernig gerðist þetta þá? Cohn-Bendit: Margir litu á það með aðdáun að þjóðfrelsishreyfingar þriðja heimins gætu sigrað hina öflugu heimsvaldastefnu og kapítalismann sem sýndist ósigrandi. Margir vildu einfaldlega tengjast og eiga samleið með pólitísku afli sem væri þess umkomið að rísa upp með árangursríkum hætti. S.: Hvernig gat æskufólkið frá 68 bundið vonir sínar við lokuð hugmynda- kerfi eftir að fasismi og stalínismi 20. aldarinnar höfðu valdið svo hræði- legum skaða? Cohn-Bendit: Ja, hvað skal segja, hvernig má skýra það að heimspekingur eins og Sartre, sem hafnaði fullkomlega kapítalismanum, og í óbeit sinni á honum fór til Moskvu og Kúbu og lýsti því í raun og veru yfir að þar væri um valkost að ræða? Þegar fólki fellur ekki það sem lífið hefur boðið því þá leitar það skýringa og lausna. Margir litu þannig á að uppreisnirnar væru til- komnar vegna stéttaandstæðna á milli kapítalismans og sósíalismans og að þeirra mati var ekki um neitt að ræða á milli þessara tveggja herbúða – þar var í mesta lagi að finna nokkra vitleysinga eins og okkur anarkistana (hlær). S.: Hafði ekki óánægja margs ungs fólks með líf sitt og framtíðarhorfur meira að segja um útbreiðslu byltingarinnar en hnattræn átök á milli kapítalisma og kommúnisma? Cohn-Bendit: Jú, það tel ég raunar. Líf okkar átti að verða með allt öðru sniði en líf foreldra okkar. Þessi ósk bar með sér ótrúlegan þrótt og sá slag- kraftur breytti að lokum þjóðfélagi okkar með róttækum hætti. Hið nútíma- lega opna samfélag, sem við búum við í Evrópu nú á dögum, er óhugsandi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.