Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Síða 112

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Síða 112
J ó n S i g u r ð s s o n 112 TMM 2017 · 4 eftir litnum en er: sakleysi, hreinleiki, ljós, ást, náð Drottins, hlýjar kenndir og vonir, meyjarleiki, María guðsmóðir. Sólin er alþekkt í skáldskaparmáli, sunna, röðull, fagrahvel, og merking ævinlega björt, hlý, líf og ljós, gjafari góðra hluta og allra heilla, háleit, göfug, guðdómleg. Sóllilja er sjaldgæft og mjög fagurt hvítt blóm (Sonnenlilie). Orðið „lífsblóm“ hefur innilegan blæ elsku, hjúfrunar og umhyggju og kveikir minningu um áþekk ummæli í ljóðum, „yndisblóm“, „ástarblóm“, „himinblóm“. Það er líka kunnugt tákn meðal gamalgróinna menningar- þjóða og trúarsiða (Blume des Lebens, Lebensblume, fleur de vie, flower of life). Táknið lífsblóm er myndað af hring sem sex aðrir og jafnstórir hringir skera umhverfis og hverjir aðra; þannig er haldið áfram út og dregnir aðrir hringir jafnstórir með sömu skurðflötum koll af kolli. Lífsblómið er þekkt merki á musterum, kirkjum og öðrum viðhafnarbyggingum. Nokkur dæmi eru: Forngripur á Louvre-safninu, Ósírishof í Egyptalandi, Preveli-klaustrið á Krít, gömul hús í miðborg Strassborgar, Codex Atlanticus eftir Leonardo da Vinci. Merking lífsblómsins er: eilíft dulmagn lífsins, ódauðleg lífsorka, sköpunarafl lífsins, og það er verndartákn (Wikipedia). Ekki er þetta fjarri lagi þegar hugsað er til fæðingar Ástu Sóllilju og síðustu orða hennar í verkinu. Hér kann Halldór að hafa gripið til lærdóma frá helgum mönnum í Lúxembúrg. XVI Halldór segir í eftirmála 2. útgáfu Sjálfstæðs fólks: „Fáar persónur eru algeingari í íslendíngasögum en hetja sem lýtur svo straungu siðalögmáli, að hann gerir sér allan heiminn að óvini og berst uns yfir lýkur við sjálfan sig, guð og menn; … Bjartur í Sumarhúsum skilst í öllum löndum heims; … hann er alþjóðaborgari Íslands“ (H 1952: 471). Og í lokakafla verksins segir meðal annars: „Þau voru líkust flóttamönnum í herjuðu landi … griðlausir útilegu- menn – í landi hverra? Að minsta kosti ekki sínu landi. … Sagan af Bjarti í Sumarhúsum er saga mannsins, sem sáði í akur óvinar síns alt sitt líf, dag og nótt. Slík er saga sjálfstæðasta mannsins í landinu. Heiðin; meiri heiði. Það drundi óheimlega í gilinu …“ (H 2011:725). Útskýra mætti að sáning í akur óvinar er hér þrældómur til hagsbóta óvini sínum. Orðið „óheimlega“ er sjaldgæft og skýrt í Íslenskri Orðabók: „ósé- legur, óburðugur“. Tónblær þess hér í lesmálinu kveikir grun um einhvern ókunnan óhugnað. Jónasi Jónssyni duldust ekki skáldhæfileikar Halldórs Kiljans Laxness. Hann segir í greinaflokknum „Fólk í tötrum“ um verkið: Höfundurinn „vekur eftirtekt og aðdáun, ekki með öfgum sínum … heldur vegna sannra yfirburða, vegna sálarlífs persónanna og vegna alls þess andlega lífs, sem hann sýnir með svo mikilli rithöfundargáfu“ (Jónas 1936). Og Illugi Jökuls- son segir: „En þvílíkur snillingur var Halldór að stíl og svo fullur af samúð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.