Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1939, Side 7
I. Arferði og almenn afkoma.
Tiðarfarið á árinu 1939 var mjög gott og hagstætt. Loftvægið á
öllu landinu var 1,5 mm yfir meðallagi. Meðalhiti ársins var 2,2°
íyrir ofan meðallag, mestur að tiltölu 2,5—3° vfir meðallagi norðan-
lands, en minnstur, um 2° hærri en venjulega við suðurströnd lands-
ins. Sjávarhitinn við strendur landsins var 1,5° yfir meðallagi, frá
9,8° við Stykkishólm til 2,2° við Raufarhöfn. Úrkoman á öllu landinu
var í meðallagi, minnst að tiltölu eða 37% neðan við meðallag í Höfn,
en annars staðar nálægt meðallagi. Mest ársúrkoma mældist í Vík í
Mýrdal 2205 mm, en minnst í Reykjahlíð við Mývatn, 224 mm. Vetur-
inn 1938—1939 (des.—marz) var lengst af hagstæður. Þó var fremur
snjóþungt norðanlands. Hiti var til jafnaðar 2,5° yfir meðallagi og úr-
koma 8% meiri en í meðallag'i. Snjólagstala og hagatala voru í meðal-
lagi. Vorið (apríl—maí) var hlýtt og hagstætt gróðri. Hiti var 2,8°
hærri en í meðallagi og úrkoma 5% meiri en meðalúrkoma. Sumarið
(júní—september) var óvenju hlýtt og' hagstætt. Heyskapartið yfir-
leitt mjög' góð, heyfengur góður og mikil uppskera úr görðum. Loft-
hiti var 2,5° yfir meðallagi, en úrkoma 12% meiri en meðaltal. Sól-
skinsstundir í Reykjavík voru 70,9 fleiri en meðaltal 16 sumra, en á
Akureyri 194,7 fleiri en meðaltal 12 sumra. Haustið (okt.—nóv.) var
hagstætt, einkum framan af. Lofthiti var 1,8° yfir meðallagi og úr-
koma 20% fyrir neðan meðallag. Snjólagstala var 5 lægri en 10 ára
meðaltal og hagi í góðu meðallagi.
Árið var ekki eins óhagstætt atvinnuvegum landsmanna og mörg
undangengin ár. Fyrir landbúnaðinn mátti það kallast hagstætt bæði
fyrir einmuna gott tíðarfar og hækkandi verðlag á landbúnaðarafurð-
um. Til sjávarins var enn aflaleysi á þorskveiðum hið fjórða árið í
röð og síldarafli rýr, en hækkandi verðlag á sildarafurðum og sæmi-
legar ísfisksölur síðustu mánuði ársins bættu nokku'ð um afkomu
sjávarútvegsins, svo og verðfelling krónunnar. Kaupgjald í landinu
var bundið með lögum við almennt verðlag í landinu og breyttist ekki
á árinu, að því undanteknu, að sjómönnum var greidd rifleg stríðs-
áhættuþóknun, er þeir sigldu um hættusvæði. Atvinnuleysi var svipað
og árið fyrir. Verðlag innanlands hækkaði lítillega, og var vísitala Hag-
stofunnar um framfærslukostnað 271, en 262 á síðastliðnu ári. Al-
menn afkoma mun yfirleitt hafa verið svipuð og árið fyrir.