Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1939, Qupperneq 29
27
Flateyjar. 3 sjúklingar. 1 dó. 2 af sjúklingunum fengu hið nýja
meðal Dagenan (M. & B. 693), annar með ágætum árangri, enda var
sjúkdómurinn alveg í byrjun, þó kominn væri hár hiti, deyfuvottur
og „knisterrasseln“. Á hinum kom það að engum notum, enda fékk
hann það ekki fyrr en á 4. degi, frá því að hiti byrjaði (central hæg-
fara pneumonia stóð með fullum einkennum í 3 vikur). Hinn dáni
fékk það ekki, svo að talið verði — aðeins 2 töflur á síðasta sólar-
hring, því að fyrr náðist ekki til þess.
Bíldudals. 1 tilfelli, 70 ára karlmaður. Batnaði svo fljótt af M & B
693, að ég var í vandræðum með að halda honum í rúminu í viku-
tíma á eftir.
Isafj. 1 sjúklingar skráðir, 2 dóu, karlmaður 52 ára og stúlka 17
ára, bæði áður en nýja lungnabólgumeðalið kom á markaðinn.
Blönduós. Kom fyrir 1 sinni í janúar á miðaldra manni og lagðist
þungt á hann, en annars bar ekkert á lungnabólgu nema í sambandi
við inflúenzuna og lítils háttar næstu 2 mánuði á eftir
Sauðárkróks. Nokkur tilfelli skráð, einkum vormánuðina. 1 piltur
dó. Hafði hann ekki fengið M. & B. 693.
Hofsós. Nokkur tilfelli samfara inflúenzu. Ekkert dauðsfall. Hef
notað M. & B. 693, og er hrifinn af árangrinum.
Ólafsfj. 1 tilfelli í maí, maður á bezta aldri. Hann fékk meningitis
og dó í sjúkrahúsinu.
Svarfdæla. Taksótt fengu 3. 2 tilfellin voru svæsin og' var gefið M.
&■ B. 693, sem virtist hafa tilætluð áhrif (lækkun hita og betri líðan,
fyrr en til stóð). Allir lifðu.
Húsavíkur. í febrúar og marz bar dálítið á taksótt, og' batnaði öll-
um sjúklingunum fljótt og vel. Var notuð við þá hin gamla aðferð,
því að ekki var hægt að fá M & B 693, þó að ekki hefði verið nema til
reynslu.
Öxarfj. 1 sjúklingur, veikin þung', en maðurinn lifði. Þegar ég kom
heini frá honum i fyrsta sinn, var loks komið lyfið M & B 693, er ég
hafði beðið um fyrir mörgum mánuðum. Mér þótti um seinan að
eeyna það við þenna mann.
Norðfj. 8 sjúklingar. Enginn dáinn. Notað M. & B. 693.
Siðu. Aðeins 1 lcona um áttrætt. Dó.
Mýrdals. Skráðir 7 sjúklingar. Lifðu allir. Notað M & B 693, að því
er virtist ineð ágætum árangri
Vestmannaeyja. Lungnabólgumeðalið M & B 693 notað hér síðan í
marzbyrjun. Virðist það vera gott meðal, en það taldi maður líka sol-
vochin og optochin hér á árunum.
Bangár. Sárfá tilfelli.
Eyrarbakka. Jafnmargir sjúklingar sem í fyrra, en nú ekkert dauðs-
hdl á móti 2 þá. Þessa framför þakka ég hildaust hinu ágæta Dagenan
(M. & B. 693), sem ég hef alltaf notað með jafn vissum og glæsilegum
arangri. Gaman væri að hafa mörg' slík lyf í höndum. Það skiptir
minnstu máli, þótt þau virðist nokkuð dýr, því að gagnslausu lyfin
verða alltaf dýrust.
Grímsnes. Nokkur tilfelli komu fyrir af taksótt. í marzmánuði fékk
ég hið nýja tyf M. & B. 693 og' hef ég' notað það síðan í 8—10 tilfell-