Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1939, Síða 33
31
Blönduós. Sást öðru hverju síðara hluta ársins.
Sauðárkróks. Gerir alltaf nokkuð vart við sig.
Sauðárkróks. Hef ekki skrásett þessa veiki, en við og við ber eitt-
hvað á henni.
Öxarfi. Er nú aftur í uppgangi í héraðinu.
Reijðarfj. Virðist algengur kvilli (ekkert tilfelli skráð).
23. Heilasótt (meningitis cerebrospinalis epidemica).
Töflur II, III og IV, 23.
Sjúklingafjöldi 1930—1939:
1930 1931 1932 1933 1934 1935 1936 1937 1938
Sjúkl......... „ 1 1 1 2 „ 1
Damr ...... ,, 2 ,, ,, ,, ,, ,, ,, ,,
1939
1
Læknar láta þessa getið:
Rvík. 14. október var mér tilkynnt frá Landsspítalanum, að þar
lægi 3 ára gömul telpa, sein samkvæmt rannsókn á mænuvökva væri
haldin heilasótt. Ómögulegt reyndist að finna ástæðu til þeirrar smit-
unar. Lét ég þó rannsaka allt heimilisfólkið og auk þess 1 stúlku, er
sérstaklega gat komið til greina, en árangurslaust. Smitberinn fannst
ekki.
24. Stingsótt (pleuritis epidemica).
Töflur II, III og IV, 24.
SjúklingafjÖldi 1930—1939:
1930 1931 1932
........ 46 85 91
1933
10
1934
28
1935
30
1936
47
1937
9
1938
20
1939
8
Er getið í 3 héruðum (Stykkishólms, Ögur og Eyrarbakka), og virð-
ist helzt, að um faraldúr hafi verið að ræða í Ögurhéraði.
25. Mænusótt (poliomyelitis anterior acuta).
Töflur II, III og IV, 25.
8 júklingafjöldi 1930—1939:
1930 1931 1932 1933 1934 1935 1936 1937 1938 1939
Sjúkl 9 11 81 3 7 300 53 5 81 12
Lánir 1 99 15 1 1 29 5 2 3 99
Smáfaraldur í Blönduós- og Sauðárl irókshéruðum, og er veiki þessi
trygg við Norðurland.
Læknar láta þessa getið:
ísafj. 1 piltur úr Gagnfræðaskólanum fékk poliomyelitis ant. acuta
°g dó á 4. degi (ekki skráð). Aðrir sýktust ekki mér vitanlega.
Hólmavíkur. 1 tilfelli kom fyrir, þar sem greinilega vottaði fyrir
löinunum. Fleiri kunna að hafa fengið snert, en eru ekki taldir á skrá
vegna óljósra sjúkdómseinkenna.
Blönduós. 5 tilfelli, öll frekar væg, og enginn sjúklingur dó úr veik-
inni né fékk lamanir. Fyrsta tilfellið kom fyrir frammi í Vatnsdals-