Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1939, Side 34
32
botni á 21 árs gömlum manni. I>að var í maí. í júlí fengn 2 systur, 0
og 17 ára, á bæ einum í Svínavatnshreppi veikina og lágu talsverðan
tíma. Gaf ég annarri þeirra seruminndælingu. í sama mánuði fékk
ung stúlka úti í Vindhælishreppi snert af veikinni. í september fékk
sonur minn, sem Var rúmlega tvítugur, einnig snert af henni. Mænu-
sóttin virðist vera hér viðurloða, en síðan hin illkynjuðu tilfelli
stungu sér niður sumarið 1935, hef ég elcki fengið neitt, sem hefur
haft verulegar eða varanlegar lamanir í för með sér. Fólk óttast þenna
sjúkdóm meira en t'lesta aðra og veit nú orðið, að um fram allt ber að
forðast alla áreynslu, eftir að hann byrjar. Það er því orðið miklu var-
kárara en áður var.
Sauðárkrólcs. Gerði vart við sig í apríl—maí, og eru skráð 5 tilfelli.
Voru þau öll aparalytisk, en virtist þó vera um ótvíræða mænusótt að
ræða með hita og uppköstum og greinilegum ríg í baki, sums staðar
areflexi. 4 af þessum tilfellum voru hér í kauptúninu, en 1 í sveitinni,
og hafa þar að líkindum verið fleiri tilfelli væg. Var um tima sett
samkomubann, en svo dó veikin út, að því er virtist.
Reyðarjj. Karlmaður kom til mín á milli hátiða ofan úr Hróars-
tungu. Var fluttur í rúmi á bíl, ekki göngufær vegna „gigtar“. Kvaðst
liann hafa fengið vont „gigtarkast“ í síðustu viku suniars, mikinn
bakverk og háan hita. Hafði hann legið síðan og taldi þetta gigt, enda
áður orðið mjög slæmur af ischias. Var hann með miklar lamanir og
vöðvarýrnun á upphandleggs- og brjóstvöðvum öðrum megin, svo og'
öðrum kálfa. Fór honum vel fram við raímagn og' nudd, en vafalaust
tel ég, að hér hafi verið uin mænusótt að ræða, enda sjást oft slík ein-
stök tilfelli af henni á Héraði.
Keflavíkur. 1 tilfelli í Sandgerði, drengur 11 mánaða með lamaðan
handlegg. Sóttkvíað var.
26. Munnangur (stomatitis epidemica).
Töflur II, III og IV, 26.
Sjúklingafíöldi 1930—1939:
1030 1931 1032 1933 1934 1935 1936 1937 1938 1939
Sjúkl......... 71 66 112 181 218 140 171 109 145 129
Læknar láta þessa getið:
Rvik. Öðru hverju nefnd.
Ólafsvikur. Nokkur væg tilfelli.
Sauðárkróks. Gerir lítið vart við sig.
Húsavíkur. Stingur sér niður við og við. Sum tilfelli allþung, hita-
há, en annars oftast meinlítil.
Regðarfí. Alltítt á börnum, er sjúga tottur.
27. Hlaupabóla (varicellae).
Töflur II, III og IV, 27.
S júklingafíöldi 1930—1939:
1930 1931 1932 1933 1934 1935
Sjúkl......... 101 184 201 351 315 178
1936
256
1937
292
1938 1939
385 292