Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1939, Síða 70
68
Hiti 39°. Sendi ég hann samstundis til Landsspítalans, og reyndist þá
gat á maganum. Batnaði.
36. Urticaria.
Ólafsfi. Verður árlega vart.
Húsavikur. Er hér mjög algengur kvilli, bæði á börnum og full-
orðnum.
ÖxarfJ. Er algeng á börnum, en liggur nokkuð í ættum.
Hróarstungu. Sést alltaf við og við, einkum vor og haust.
Reyðarfj. Virðist vera plága meðal barna. Stundum eftir að hafa
handleikið marglittu eða rekizt á hana í sjóbaði.
37. Varices & ulcera cruris.
Húsavíkur. Einn þeirra kvilla, er marg'an þjá, eru æðahnútar, og'
í kjölfar þeirra sigla eczema crurum og ulcera crurum með bláæða-
bólgu og alls konar illu afsprengi. Þessi kvilli er afar algengur í þessu
héraði og það á ungu fólki, jafnvel niður í 14—15 ár.
Öxarfj. Æðahnúta á neðri útlimum hafa mjög margir. Oft fylgir
eczema og stundum ulcus. Eins og fleiri þóttist ég hafa himin hönd-
um tekið, þegar innspýtingarlækningin kom. Lækningin er góð í bráð,
en að minni reynslu endist hún sjaldan yfir ca. 2 ár.
Reijðarfj. Nokkur tilfelli, hin sömu upp aftur og aftur.
I). Kvillar skólabarna.
Töflur IX og X.
Skýrslur um skólaskoðanir hafa borizt úr öllum læknishéruðum
nema einu (Fljótsdals) og' ná til 14335 barna.
Af þessum 14335 börnum voru 4 talin svo berklaveik við skoðunina,
að þeim var vísað frá kennslu, ]>. e. ó,3%c. Önnur 178, ]). e. I2,4$r, voru
að visu talin berklaveik, en leyfð skólavist.
Lús eða nil fannst í 2030 börnum, eða 14,4%, og kláði á 90 börnum
í 24 héruðum, þ e. 6,3%c. Geitur fundust ekki í neinu barni, svo að
getið sé.
Við skoðunina rálui læknar utan Reykjavíkur sig á 235 af 10092
hörnum með ýmsa aðra næma kvilla, þ. e. 2,3%. Skiptust kvillai'
þeirra sem hér segir
Angina tonsillaris ..................... 27
Catarrhus resp. acutus................. 180
Ecthyma vulgaris......................... 1
Herpes zoster ........................... 1
Impetigo contagiosa..................... 20
Lues congenita .......................... 1
Polyarthritis rheumatica ................ 2
Varicellae............................... 3
Samtals 235
Tannskemmdir höfðu 6758 börn utan Rvíkur, eða 67,0%.