Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1939, Side 96
94
verðu. Maðurinn var rænulaus, og þeir, sem á hann óku og' með
liann komu, vissu ekki deili á honum, en af blöðum, sem fundust i
vasa hans, var ljóst, hver hann var. Maðurinn var mjög illa til
reika, andlit og höfuð allt blóði drifið. Mikinn vínþef lagði af vitum
lians. Ut um vinstri hlust vætlaði „serös“ vilsa. Ég veitti manninum
þann bráðibirgðaumbúnað, sem ég beztan kunni og hægt var við að
koma, en ráðstafaði honum annars þannig með aðstoð sýslumanns,
að sjúkrabíll sótti hann þegar um nóttina og flutti hann í Landsspitat-
ann. Batnaði. Ég' tel það enguin vafa bundið, að maðurinn hafi verið
undir áhrifum víns, þegar slysið varð, og' enda líklegt, að ölvun hans
hafi verið töluverð. Slysið bar jiannig' að höndum, að fólksbíll, sem
var á leið austur með Ingólfsfjalli, rakst á mann þenna, sem var að
slaga gangandi austur veginn. Enginn þeirra manna, seni í bilnum
voru, báru nokkur sýnileg merki vínnautnar. Distorsio coxae:
Ölvaður maður datt niður á jafnsléttu af þiljum vélbáts, sem stóð í
nausti. Er þess getið sérstaklega einungis af því, að orsökin var ölvun.
Combustio capitis, faciei et man. dextr. Sveitapiltur
17 ára, sem var að ræsta höfuðsvörð sinn úr steinolíu, tólc upp
á því af rælni og rannsóknarþrá að bera logandi eldspítu að
hárlubba sínum, er hann var orðinn rennandi votur af steinolíu.
Vulnus s c 1 op e t ar i u m : Danskur iðnsveinn í Mjólkurbúi Flóa-
manna var að rjála við byssu og' skaut í gegnum hönd sína, svo að
af varð mikið sár.
Grímsnes. Engin stórslys á árinu. Kona datt af hestbaki úr söðli, fór
úr liði um olnbogann og fékk fract. radii complic. á sama handlegg-
Auk þess fract. humeri 1, radii 1 og þar að auki nokkur skurð- og
marsár, sem sauma þurfti saman. Piltur sat á diskaherfi, sem nýbúið
var að skerpa. Hestarnir fældust, pilturinn datt af og lenti með hægra
kálfann á herfinu. Fékk hann langan skurð gegnum vöðva og sinar.
Keflavikur. Fract. antibrachii complic. 1, claviculae 2, humeri 1,
nialleoli 1, radii 2. Lux. humeri 1.
í þessum 39 héruðum, þar sem um slys er getið, eru jiannig talin
heinbrot og' liðhlaup sem hér seg'ir:
B e i n b r o t :
Fract. cranii v. baseos cranii ....................... 5
— ossis frontis ................................. 1
— ossis nasi..................................... 2
— maxillae ...................................... 2
— mandibulae .................................... 1
— scapulae ..................................... 2
acromii ....................................... 1
— proc. coronoidei .............................. 1
sterni ........................................ 2
— costae........................................ 41
claviculae ................................... 21
humeri........................................ 13
— cubiti v. epicondyli humeri ................... 1
—- antibrachii .................................. 35