Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1939, Side 106
104
á stöðinni hefur heimsóknum á heimilin fækkað allmikið, frá því sem
áður var, en í stað þess hefur verið tekin upp sú aðferð að boða sjúk-
lingana og skyldulið þeirra á stöðina símleiðis, eða tilkynningar hafa
verið sendar í pósti. Alls staðar þar, sem um virka berkla hefur verið
að ræða, liafa hjúkrunarkonurnar þó haft sérstakt heimiliseftirlit.
Allar aðgerðir og eftirlit frá stöðinni var sjúklingunum að kostnaðar-
lausu. Heimsóknardagar að viðstöddum læknum voru 4 sinnum i viku.
Ungbarnavernd : Ungbarnaverndarhjúkrunarkonan fór í 2381
vitjun á heimilin. Stöðin fékk 433 nýjar heimsóknir barna og 2028
endurteknar heimsóknir. 65 mæður leituðu ráða hjá stöðinni, og töld-
ust því alls 2526 heimsóknir þangað. 57 barnshafandi konur leituðu
stöðvarinnar, þar af voru 33 nýjar heimsóknir. 124 börn hafa notið
ljósbaða á stöðinni á árinu. Heimsóknardagar að viðstöddum lækni
voru tvisvar i viku, og 1 sinni í mánuði var tekið á rnóti barnshafandi
konum. Frá stöðinni voru lánaðar barnavöggur, barnafatnaður alls
konar, belti handa harnshafandi konum, hitamælar og hrákakönnur.
Gefið var lýsi, barnafatnaður og aðrar vörur, sem stöðinni bárust til
útbýtingar. Allar gjafir til stöðvarinnar voru metnar til peninga, og
voru þær kr. 2300,00 virði.
2. Heilsuverndarstöð ísajjarðar.
Berklavarnir: Á þessu ári, 1. ágúst, tók hér til starfa heilsu-
verndarstöð. Starfar hún í sjúkrahúsi bæjarins, og vinnur við hana
ásamt héraðslækninum 1 hjúkrunarkona, sem jafnframt á að vera
skólahj úkrunarkona.
Alls voru rannsakaðir 320 manns, og reyndust 19, eða 5,9%, hafa
virka berklaveiki. 3 sjúklingar höfðu smitandi lungnaberkla, 15 virka
berklaveiki. í lungum, ekki smitandi og 1 virka útvortis berkla.
Skyggningar voru framkvæmdar 413 sinnum og 3 röntgenmyndir
leknar. Sökkrannsókn var gerð 28 sinnum og endurteknar rannsóknir
á hráka frá 10 sjúklingum.
Loftbrjóstaðgerðir voru framkvæmdar 62 sinnum á 9 sjúklingum.
Þá var og gert berklapróf á öllum börnuin kaupstaðarins. Var þeg-
ar á þessu fyrsta ári mikil aðsókn að stöðinni iir nærligg'jandi
liéruðum.
3. Heilsuverndarstöð Siglujjarðar.
Heilsuverndarstöð tók til starfa hér seinl á árinu og starfar fvrst
og fremst að berklavörnum. Starfar hún í sjúkrahúsi bæjarins, og
vinna við hana héraðslæknirinn, sjúkrahúslæknirinn og 1 heilsu-
verndarhjúkrunarkona, sem jafnframt er skólahjúkrunarkona.
Alls voru rannsakaðir 467 manns. Víðtækí berklapróf var fram-
kvæmt á öllum börnum á skólaaldri og allmörgum fullorðnum, er til
stöðvarinnar leituðu. Alls voru teknar 27 röntgenmyndir.
Loftbrjóstaðgerð var framkvæmd 106 sinnum á 12 sjúklingum. Um
fjölda virkra sjúklinga er eigi getið í skýrslu stöðvarinnar.
4. Heilsuverndarstöð Akureyrar.
Berklavarnir: Alls komu til stöðvarinnar 702 sjúklingar; þar
af í fyrsta sinn 567. Reyndust 107 þeirra með virka berklaveiki, eða
Smitandi lungnaberkla höfðu 10 sjúklingar, en 1 var með opna
útvortis berkla. Auk þeirra voru 82 sjúldingar með virka lungnaberkla,