Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1939, Qupperneq 114
112
húsakynni í héraðinu, og mun nú mega heita vel hýst'víðast hvar, en
eins og ég hef tekið fram, eru húsin mjðg misjöfn, sum illa byg'gð og
óhentug. í sumum húsunum var steypan svo léleg, að allt ætlaði að
hrynja, og varð brátt að kosta miklu til aðgerða.
Ólafsvíkur. Húsakynni eru eins og að undanförnu mjög léleg í þorp-
unum, en góð til sveita. Þrifnaði er allábótavant.
Stykkishólms. Síðustu árin hefur húsakostur fólks hér um slóðir
batnað stórkostlega. Á hverju ári hefur meira og minna verið byggt
úti um allt héraðið, og má því segja, að almennt séu húsakynni inanna
að verða sæmileg. Auðvitað eru rottugreni enn þá til sem mannabú-
staðir, en taki eigi fyrir allar framkvæmdir um tima og eilífð, verður
eigi mjög langt þangað til húsakynni fólks í þessu héraði eru orðin
sæmilega g'óð, bæði úti um sveitirnar og hér í Stykkishólmi.
Dala. Á árinu voru í smíðum 5 steinhús og endurbyggingar og meiri
háttar viðgerðir á 4 bæjum. Þrifnaður upp og ofan, en fer þó heldur
hatnandi. Salerni vantar víða enn þá.
Reylchóla. 1 myndarleg't steinhús var bygg't á árinu. Annars smá-
viðgerðir og viðhald á öðrum húsum. Þrifnaður sæmilegur viðast
livar.
Bíldudals. Talsvert byggt af íbúðarhúsum síðastliðin 2 ár, bæði í
sveitum og' hér á Bíldudal. Húsakynni viðast hvar sæmileg. Þó eru
enn þá nokkur gömul og slæm greni hér á staðnum. Þrifnaði er að
ýmsu leyti ábóta vant, bæði í sveitum og kauptúninu, umgengni og
skipulag kringum hús víða til skammar. Talsvert er um lús og fló.
Salerni vantar víða.
Þingeijrar. Þrifnaður er yfirleitt í góðu lagi í héraðinu og' fer æ batn-
andi. Annað en samkomuhús á Þingeyri hefur ekki verið byggt af
nýjum húsum í kauptúninu, en talsverðar umbætur á þeim eldri hafa
átt sér stað, og vatnssalerni og miðstöðvar eru komin í mörg' hús. í
sveitunum hefur verið töluvert gert að bygginguin íbúðar- og penings-
húsa. Er nú stærð húsanna allt önnur en áður var og allt fyrirkoinu-
lag' hyggilegra og miðað við gjaldþol bænda. Verður þvi kostnaðm'
viðráðanlegur og upphitun kleif. t Þingeyrarhreppi eru nú % íbúðar-
tiúsa sveitabæja úr steinsteypu, flest nýlega byggð og sæmilega úr
garði gerð. Aðeins 1 torfbær. Hitt timburhús. í Mýrarhreppi eru /
sleinhús, öll nýlega byggð og vöndnð. Þar eru ö torfbæir. Önnur hus
ýmist úr timbri eða torfi og timbri. Yfirleitt léleg hús. Auðkúluhrepp-
ur: Þar er mér aðeins kunnugt um 2 steinhús. Eru þau vönduð.
Víða eru þar timburhús, sem voru upphaflega vel vönduð og eru enn
sæmileg.
Hóls. Þrifnaði er ábóta vant, enda er það að vonum, með því að vatn
er stundum af skornum skammti, og' sums staðar er það ekki gott tit
neyzlu. Fráræsla er mjög lítil. Bað er í 2 húsum. Lús og nit er nokkur,
einkum á skólabörnum. Vanhús vantar tilfinnanlega víða. Fá hús her
með miðstöðvarhitun.
Ögur. Víða eru nú komnar sæmilegar byggingar. Þó eru íbúðar-
húsin á nokkrum býlum óhæf til mannabústaða. Erfitt er að útrýrna
Júsinni. Annars mun þrifnaður sæmilegur.
Hólmavíkur. Á ári hverju er eitthvað byg'gt í stað hrörtegustu bæj-