Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1939, Page 117
Akureyrar. Um hreinlætisástandið utanhúss í bænum er það að
segja, að það má teljast mjög sómasamlegt, nema hvað nokkuð ber á
rusli og sorpi í kringum sorpílátin, sem, eins og getið er um í síðustu
ársskýrslu, eru víðast hvar alveg ómöguleg, en ég hef ekki enn þá
getað fengið endurbætt vegna fjárhagsörðugleika bæjarins.
Höfðahverfis. Byggð hafa verið á 4 bæjuni í héraðinu íbúðarhús,
öll úr steinsteypu, 1 úr R-steini. Vatnssalerni er í 3 af þeim, steypibað
i 1, og gert er ráð fyrir baði í 2. Þrifnaður innan.húss og utan mun
vera sæmilegur á allflestum heimilum.
Húsavíkur. Fremur lítið bygg't þetta ár, en þó eitthvað á stöku stað
í sveitunum. Annars eru húsakynni að útliti víða sæmileg, en i reynd-
inni er mikill fjöldi nýrra og' nýlegra húsa bæði kaldur og rakur,
hvað sem því veldur. Þrifnaður er yfirleitt í góðu lagi, en j>ó vantar
enn talsvert víða salerni. Eins vantar hér almenn skólpræsi.
Öxarfj. Þorri íbúðarhúsa hér er nýr, og öll umgengni hefur, frá því
að ég' þekki til, verið í betra lagi þess, er ég hef séð hér á landi. Fyrst
eftir að byggingaröld hófst hér, var oft ömurlegt um að litast í hin-
um nýju húsum, er oft voru sjálf hálfköruð. Gaf að líta í þessum
húsakynnum, er voru að sniði gjörólík hinum fyrri, skælda rúm-
stæðisræfla með úlfgráum þunnum Gefjunnarábreiðum í bezta lagi,
sligað borðskrifli, en engan stól. Stóll var yfir höfuð ekki til í neinni
niynd né hafði verið á fjölda heimila, hvað þá legubekkur. Siðustu ár
hefur útlitið innan húss, og utan reyndar líka, tekið miklum breyt-
ingum. Lakast gengur með það, sem er sameign, eins og læknisbú-
stað, samkomuhús, kirkjur og grafreiti. Líldega er læknisbústaður
oinna vanræktasta vistarvera héraðsins. Lítið má laglega fara, og' víða
um land hef ég' séð sóðalega gerðar sáðsléttur og' girðingu eftir því.
Þessi utanhússmenning hefur alltaf verið mikil hér. Menn hafa gengið
þokkalega frá. 5 ný ibúðarhús voru byg'gð í sveitum á árinu og lokið
við nokkur frá fyrra ári. Einnig nokkrar viðbyggingar og peningshús.
Allt var þetta þó heldur með minna móti. í öllum hinum nýju íbúðar-
húsum, en þau hafa risið á þorra bæja á síðasta áratug', er miðstöðvar-
hitun (tel ekki 5 rafstöðvar, þar eð í hæsta lagi 2 hita hús). Fyrst
voru alls staðar miðstöðvar út frá eldstóm, en jiað hefur gefizt illa,
°g eru víða komnir katlar. Á Raufarhöfn munu hafa verið byggð 3 ný
ibúðarhús.
Þistiljj. Ný íbúðarhús engin reist á árinu. Byrjað á smíði tveggja
íbúðarhúsa, en stöðvaðist vegna skorts á efni.
Vopnafj. Á einum bæ var byggt lítið steinhús. Á öðrum lokið við
íbúðarhús. Á þriðja bænum var steyptur kjallari að íbúðarhúsi og
gerður íbúðarfær, en ljúka á við húsið á næsta ári. í kauptúninu var
hygg't 1 snoturt hús úr steinsteypu. Þi'ifnaði er að sjálfsögðu nokkuð
ábóta vant. Virðist mér kauptúnið sízt standa framar sveitinni í þeim
efnum.
Hróarstungu. Húsakynni fara heldur batnandi og einnig þrifnaður
:ið nokkru leyti. 2 ný steinsteypuhús með miðstöð og' vatnsleiðslu
reist á ái'inu, eix salernum sést ekki votta fyrir. Einn höfuðókostur
^yígir þessum nýju húsum, en það er kuldinn og' rakinn. Þessar mið-
stöðvareldavélar fullnægja ekki upphitunarþörf húsanna, að minnsta