Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1939, Side 124
122
legl. Sérstaklega eykst hcr neyzla alls konar grænmetis. Af nýmeti
og injólk er hér oftast nægilegt.
Norðfí. Matarhæfi almennings fer batnandi. Neyzla garðávaxta og
mjólkur vex. Uppskera var góð úr görðum, og er nú frekar skörtur á
heppilegum geymslum fyrir uppskeruna, svo að hætt er við, að hjá
sumum skemmist hún meira eða minna. Menn eru að komast upp á
að nota sér það, að jafnan er hægt að fá nýjan fisk í hraðfrystihús-
inu, en hætt er við, að aldrei verði mikil eða almenn fiskneyzla úr
því, vegna þess hve dýr sá fiskur verður.
Reijðarfj. Flestir hafa næga mjólk.
Berufj. Notkun innlendra efna í fatnað fer heldur vaxandi. Garð-
rækt fer í vöxt, og gera nú margir meira en fullnægja sinni eigin þörf.
Síðu. Fatnaður er yfirleitt hagkvæmur; nan'föt heimaunnin úr ull,
og eitthvað er líka unnið í utanyfirföt, en þó er það ekki almennt.
Talsvert er keypt af íslenzku verksmiðjuefni. Nú hafa konur hér hug
á að fá sér vefstóla. Spunavélar eru fyrir í öllum hreppum nema ein-
um, 2 i sumum. Kvenfélög' eru í öllum hreppum, og hafa þau forustu í
þessum málum. Mataræði er sæmilegt hjá þeim, sem veiði stunda í
vötnum, en það eru talsvert margir. Hinir bjargast bærilega.
Vestmannaeijja. Viðurværi almennings fer batnandi. Meira borðað
af hollum mat (nýmeti) en áður. Matjurtarækt færist í vöxt með ári
Iiverju. Samt lítið uin nýjungar á þessum sviðum. Fólk borðar þó
meira af hrognum og lifur á vertíðinni en áður. Ytri fatnaður sami
og áður. Virðist allt miðað við, að hann sé „smart“, en rninna hugsað
um hlutverk hans fyrir heilsuna.
Eijrarbaklca. Eyrarbakka hlotnaðist sá heiður að vera kjörinn
sem ,,manneldisrannsóknastaður“. Eg valdi allmannmörg heimili með
börnum á öllum aldri til rannsóknanna. Heimilin voru upphaflega 5
að tölu, en 1 gekk úr skaftinu, áður en rannsóknir hófust, vegna veik-
inda húsfreyjunnar. Húsmæðurnar eru allar áhugasamar og fylgja
leiðbeiningunum eftir beztu getu.
(trimsnes. Mataræði fólks er víðast sæmilegt, þó að æskilegt væri,
að kostur væri á nýmeti lengri tíma á árinu en nú er. Kartöflurækt
var með langmesta móti síðastliðið sumar og grænmetisrækt sömu-
leiðis.
Keflavíkur. Það fer óðum í vöxt, að fólk læri að nota fleiri og fleiri
tegundir garðávaxta.
6. Mjólkurframíeiðsla og mjólkursala.
Læknar láta þessa getið:
Hafnarfj. Mjólk er seld frá mjólkurstöð, stassaníseruð og kald-
Iireinsuð. Mjólkin er því miður ekki góð, og' er það að kenna vondum
flöskum (íslenzkar) og vöntun á vélahlutum. Islenzku flöskurnar eru
svo illa gerðar, að tæplega er unnt að hreinsa þær, svo að tryggt sé.
Skipaskaga. Fjósin eru misjöfn og mörg léleg og litlar umbætur á
því sviði. Undanfarin ár starfaði hér mjólkurfélag, er náði yfir Akra-
neskauptún og' Innri-Akraneshrepp, en það hætti störfum seint á ár-
inu 1938. Mjólkursalan er þvi skipulagslaus og fer fram á ýmsum