Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1943, Side 203
201
spurning Bjarna Pálssonar athygli í þessu sambandi. Var það ekki
einmitt fvrir sullaðgerðir sínar, að honum þykir hlýða að vikja sér-
staklega að kviðristu (gasterotomia, þ. e. laparatomia), sem þá var
annars svo lítið iðkuð, að hér gat varla komið til greina:
Gasterotomia qvid?
Freistandi er að láta sér detta í hug, að í sambandi við tvær fram-
lialdsspurningar: , , ,,
Ubinam locum iiabet!
an semper ibi?
hafi tn. a. og e. t. v. einkum borið á góma skilyrði j)ess, að takast mætti
aðgerð við „fylli“ með kviðristu, j). e„ að samvextir væru við mag-
álinn. Er engin ástæða til að ætla annað, miðað við þekkingu lækna
á þeim tímum, en honum hafi mátt vera það nægilega Ijóst. Getur
eltki hugsazt, að áherzla sú, sem hann leggur á, að fylli litlu stúlk-
unnar í Njarðvíkum gangi „þvers vfir uni regionem umbilicalem og
tútnar svo út naflinn“, hafi verið honum tákn ]>ess, að meinsemdin
lægi fast að magálnum, en þar sem það auk þess var „með mikilli
herzlu“, hafi það verið honum vísbending um hina æskilegu samvexti,
og fyrir það tali hann svo óhikað um, að gasterostomia komi til greina?
Hvaðan eru nú Bjarna Pálssyni komnar þessar hugmyndir um
skurðaðgerðir við sullum í kviðarholi og dirfska að leggja út i þan? Að
visu virðist svo um læknasöguleg atriði, að þar sé fátt nýtt undir sólinni,
og grafið hefur verið upp, að 18 árum á undan hér um ræddum sull-
skurði Bjarna Pálssonar hafi franskur handlæknir í París, Le Dran
>' 1685—1770), skorið til lifrarsulls og lagt inn i hann holkera (1737).1)
En ekki er liklegt, að Bjarni hafi haft af því neinar fregnir, eða dregið
af því lærdóma, þó að svo hefði verið, og engan beinan fróðleik um
aðgerðir við sullaveiki hefur hann átt kost á að flytja með sér frá
Danmörku. Hitt er aftur meira en sennilegt, að í þessum efnum hafi
hann stuðzt við innlenda reynslu ólærðra skottulækna, en þar stóð
hann á gamalli þjóðlegri rót, með því að ætla má, að fyrstu veruleg
kynni sín af lækningum hafi hann fengið hjá mági sínum Hjálmari
,,lækni“ Erlendssyni í Höfða,2) en hann var aftur systursonur annars
skottulæknis, alnafna sins, Hjálinars Erlendssonar á Nefsstöðum, hins
eina manns, sem orðaður er við lækningar í manntalinu 1703.
Beinar heimildir um handlæknisaðgerðir íslenzkra skottulækna viö
sullaveiki í mönnum fvrir tið Bjarna Pálssonar eru engar fyrir hendi.
En lærdómsrík eru unnnæli, sem Gunnlaugur munkur hefur eftir föður
Arnríðar nokkurrar, bersýnilega sullaveikrar, er hann þreifaði um liol
bennar eftir því, „hvernig meininu væri farit, því at hann var læknir
góðr“. Varð honum þá að orði: „Ef fénaðr nokkur hefði slika sótt,
þá rnunda ek skera til, en nú þori ek þat eigi fyrir guði.“3) Má af þessu
marka, að snennna hefur það þekkzt, að skorið væri til meina og þ. á
m. sulla i fénaði, og hefur það mátt vera góður skóli. Þá er ekki að
1) Helfreicli, Fr.: Gescli. der Chirui'gie (í fyrr greindu riti). — III, hls. 220—221.
2) Sv. P.: Æfisaga Bjarua PAlssonar. — Bls. 28.
3) Biskupasögur, gefnar út af Hinu íslenzka bókmenntafélagi. I—II. Kh.
1858—1878. — I, hls. 178.
2G