Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1960, Page 160

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1960, Page 160
1960 — 158 — vinnu. Hins vegar hefði hann stundað kennslustörf veturinn 1958—1959 frá byrjun október til aprílloka og skrif- stofustörf um tíma vorið 1959. S. kvartaði einkum um stirðleika, þrautir og eymsli í hægra öklalið. Honum finnst hægri fótur ótraustur og valtur, sérstaklega ef hann stígur á ójöfnur. Hann kveðst ganga óhaltur á sléttu, en þreytist fljótt og verður haltur, ef hann gengur hratt eða eftir slæmum vegi. Hinn 25. ágúst 1959. Skoðun: Hægri fótlimur. Öklaliður, mjóileggur og kálfi virtust heldur þrútnari og fyrirferðarmeiri en til- svarandi staðir á vinstra fótlim. Á innanverðum hægra ökla er íbogið, vel gróið ör, 10 cm langt. Beyging upp á við, ristarbeyging, reyndist ca 80°. Samsvarandi beyging á vinstra fæti reyndist 60—65°. Rétting á hægra fæti reyndist ca 115°. Samsvarandi hreyf- ing á vinstra fæti ca 125°. Hverfi- hreyfingar á hægra fæti virtust mér minnkaðar um ca helming. Eins og tekið var fram í greinar- gerð prófessors Snorra Hallgrimssonar frá 27. ágúst 1959 og ég hefi vitnað til hér áður, þá sýndu röntgenmyndir, sem teknar voru af báðum öklum slas- aða í Röntgendeild Landspítalans 25. og 26. ágúst 1959, úrkölkun í báðum öklabeinum S. hægra megin. Auk þess kom í ljós skarð í liðflöt sköflungsins, aftast, sem vafalaust má telja eftir- stöðvar af broti, sem komið hefur í afturbrún hans. Enn fremur kom í ljós nokkur gliðnun á liðgafflinum, sem sýnir sig á þann hátt, að liðbilið milli innra ökiabeins og völunnar mældist 2—3 mm viðara hægra megin en vinstra megin. Það, sem ég undirritaður fann við skoðunina 25. ágúst 1959, var í fullu samræmi við það, sem prófessor Snorri Hallgrímsson fann við sína skoðun um svipað leyti og ég þegar hef greint frá. í samræmi við það, sem fannst við þessar skoðanir, mat ég undirritaður svo framtiðarörorku S. vegna afleið- inga slyssins 25. júlí 1958, hinn 18. sept. 1959, og taldi hana hæfilega metna 10%. Sökum þess hversu stutt var liðið frá slysinu, þegar örorkan var metin, var gert ráð fyrir, að ástand hægra öklaliðs, að því er tekur til afleiðinga slyssins 25. júlí 1958, ætti eftir að breytast talsvert til batnaðar. Nú virð- ist þetta þvert á móti hafa snúizt við og ástandið versnað verulega, sem meðal annars má ráða af nýju vott- orði frá prófessor Snorra Hallgríms- syni, dags. 5. þ. m. Ég fæ ekki betur séð en að nauð- svnlegt verði að framkvæma aðgerð á hægra öklalið S. og festa í liðnum, gera á honum staurökla, ef ástand hans vegna afleiðinga slyssins 25. júlí 1958 versnar að ráði úr þessu. Þetta vottorð prófessors Snorra Hallgrímssonar, sem, eins og áður seg- ir, er dags. 5. febr. 1962, fer hér á eftir: „S. S-son, f. 29.6.1938, frá ..., hefur í dag að nýju verið til athugunar hjá undirrituðum vegna afleiðinga slyss, er hann varð fyrir á Raufarhöfn, 25.7.1958. S. upplýsir, að liðan sé mikið til óbreytt frá því, sem lýst er í umsögn minni, dags. 27.8.1959. Fyrir um það bil ári síðan fór að bera á sársauka- stingjum i h. ökla við gang, jafnvsl þótt hann gengi á sléttri gangstétt. Þessi óþægindi byrjuðu í sambandi við skólagöngu s. 1. vetur í Oslo, en þar hafði hann um V2 tíma gang i skólann. Stingir þessir voru mjög sár- ir, og átti hann stundum erfitt með að komast í skólann. Þessi óþægindi bötnuðu nokkuð við meðferð hjá nuddlækni, en hafa þó ekki horfið og valda honum enn nokkrum baga. Við skoðun í dag reynist ástand nánast óbreytt frá þvi, sem lýst er 1 áðurnefndri umsögn. Nokkur bjúgur er í h. fótlegg og hreyfingarhindrun 1 h. öklalið og fótliðum engu minni en áður. Röntgenskoðun 27.1.1962 sýnir eins og áður gliðnun á liðgafflinum og grunnt skarð i liðflöt sköflungsins aftan til. Ekki eru líkur til, að ástand h. öku*' liðs S. batni frá þvi, sem nú er. Fpe ' ar má búast við, eins og tekið er fra i umsögn frá 27.8.1959, að óeðlilegar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.