Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1960, Page 173

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1960, Page 173
— 171 — 196« ingarskýrslu, viröist munu þurfa mjög mikil högg eða meira en frá hnefa, þótt fullu afli sé beitt. Hitt virðisl liklegra, að látna hafi dottið eða verið hrundið á slólbrik eða borðshorn, sem hafi stungizt undir rifjabogann og þannig valdið áverka þeim, sem lýst er í krufningarskýrslunni.“ Læknirinn kom fyrir sakadóm Reykjavíkur 3. april 1962, og er fram- burður hans bókaður á þessa leið: >,Vitnið veit um tilefni yfirheyrsl- unnar, það er brýnt á vitnaskyldunni. Afrit af skýrslu vitnisins, er áður greinir, er lagt fram sem dskj. nr. XXVI og fylgir. Vitnið les afritið yfir °g staðfestir það að öllu leyti. Segir það afritið samhljóða frumeintaki skýrslu sinnar, sem það segist hafa samið að beztu vitund. Skipaður verjandi leggur eftirfar- andi spurningu fyrir vitnið: ..Hvernig má gera ráð fyrir, að astand lifrar sé hjá mönnum eins og hjá Á. heitinni (þ. e. fitulifur).“ Vitnið svarar spurningu þessari svo: »Af krufningarskýrslu má ráða, að um fitulifur hefur verið að ræða hjá hinni látnu, sem gæti stafað af lang- varandi áfengisneyzlu. Líkur eru til, að slík lifur sé stækkuð, og með stækk- Un er átt við, að lifrin nái út fyrir eðlileg anatómisk takmörk." Skipaður verjandi spyr vitnið: „Hvort aðrir áverkar en þeir, er varða lifrina, hafi að dómi vitnisins verið þag niiklir, að þeir hefðu getað leitt til dauða.“ Vitnið svarar spurningu þessari svo: »Af krufningarskýrslunni virðist mér mega ráða, að svo hafi ekki ver- ið.“ Aðspurt skýrir vitnið svo frá, að ekki sé unnt að útiloka þann mögu- Jeika, að slíkur áverki, sem var á lifur hinnar látnu, hefði getað orsakazt af hvL að hoppað hafi verið upp á 1 n™3’ sem le8i® hefði á gólfi.“ Prófessor Niels Dungal hefur gefið sv° hljóðandi læknisvottorð, dags. 2. aPril 1962: ..Samkvæmt beiðni yðar, herra yfir- ^akadómari, í bréfi, dagsettu 30. marz, mm sem þér farið fram á umsögn um a ítsgerð ... læknis [fyrrnefnds sér- fræðings i handlækningum] um dauða Á. H-dóttur, skal ég leyfa mér að taka þetta fram: Stórar lifrarsprungur, eins og sú, sem fannst hjá Á. H-dóttur, er sjald- gæft að sjá, þar sem meginhluti lifr- arinnar (hægri lobus) var flettur í sundur eftir endilöngu, framan frá og upp úr, og 8 cm löng sprunga var á þindinni yfir lifrinni. Slikar stórkost- legar sprungur á lifur hef ég aldrei séð nema í sambandi við bílslys, t. d. þar sem hjól hefur ekið yfir mann, svo að lifrin bókstaflega kremst í sund- ur, eins og hér virðist hafa gerzt. Þess ber að gæta, að hægra megin voru 2., 3. og 5. rif brotin öll i mamill- arlínu og 2. og 3. rif einnig brotin upp við^ hrygg. Ég tel aigerlega útilokað, að svo stórkostleg sprunga á lifrinni geti hafa stafað af því, að konan hafi rekizt á eitthvað, eða af því að henni hafi ver- ið hrundið á borðshorn eða stólbrik. Ég tel heldur engan veginn liklegt, að hún hafi getað hlotið þennan áverka, þótt sparkað hafi verið i hana sitjandi eða standandi. Til þess að kremja lifr- ina svona í sundur, brjóta rif og sprengja þindina, hefur konan hlotið að liggja á hörðu gólfi á bakinu og miklum þunga að liafa verið beitt skyndilega á ofanverðan kvið og brjóst hægra megin. Er vafasamt, hvort spark af öllu afli ofan á konuna hefði getað valdið þessu. Einna liklegast þætti mér, að maðurinn hefði hent sér, t. d. af stól eða borði ofan á konuna, þannig að skór hans hafi lent á kvið og brjósti konunnar hægra megin, eða hann hafi staðið ofan á henni og hoppað á henni, þannig að hann léti fætur sina falla með fullum likamsþunga á brjóst henn- ar og kvið. Konan getur hafa legið meðvitund- arlaus á gólfinu eftir barsmiðina, sem hún hafði hlotið, og kyrkingartilraun- ina, sem virðist hafa verið gerð á henni. Álitsgerð endursend.“ Prófessorinn kom fyrir sakadóm Reykjavíkur 6. apríl 1962, og er frani- burður hans bókaður á þessa leið: „Vitnið veit um tilefni yfirheyrsl- unnar, það er brýnt á vitnaskyldunni. Það athugar i dóminum, dskj. nr.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.