Hugur - 01.01.2018, Síða 6

Hugur - 01.01.2018, Síða 6
6 verkum Páls Skúlasonar í greininni „Eru stjórnmál í eðli sínu ósiðleg?“. Páll taldi að sé litið á stjórnmál sem starfsgrein, eins og oft er gert, þá hljóti þau í eðli sínu að vera undanþegin siðgæðislögmálum. Eina leiðin til að bæta siðferði innan stjórnmála sé því róttæk hugarfarsbreyting gagnvart því hvað felist í stjórnmál- um. Sigurður bendir hins vegar á að margar starfsgreinar lúti siðferðisboðum af ýmsu tagi, þótt slík siðferðisboð stangist mögulega á við almenn siðgæðislögmál í einstökum tilvikum. Stjórnmál séu þó sérstök að því leyti að vissir eiginleikar, sem almennt teljast til siðferðislasta, teljist til dyggða innan stjórnmálanna. Sigurður færir síðan rök fyrir því að það sé hlutverk almennings að veita stjórnmálamönn- um aðhald til þess að þeir freistist ekki um of til að láta siðferðisboð stjórnmál- anna sjálfra ráða för. Eins og þessi upptalning ber með sér eru umfjöllunarefni greinarhöfunda mjög fjölbreytt að þessu sinni. Hið sama er þó ekki hægt að segja um kyn höfundanna; þeir eru allir karlmenn. Ritstjóri stjórnar því að sjálfsögðu ekki hverjir kjósa að senda inn efni í Hug, en ég hafði það þó að sérstöku markmiði við val á þema („fordómar“) og í samskiptum mínum við væntanlega höfunda að stuðla að því að sómi væri að kynjahlutfallinu í Hug 2018. Það mistókst hrapallega. Ef til vill er það huggun harmi gegn að viðtalið og þýðingin eru að þessu sinni við og eftir öfluga kvenkyns heimspekinga. Engu að síður er ljóst að það þarf að gera miklu betur hvað þetta varðar. Hafi lesendur Hugar hugmyndir eða uppástungur um hvernig megi bæta úr þessu, vil ég biðja þá um að koma þeim á framfæri við mig sem ritstjóra (finnur.dellsen@inn.no). Finnur Dellsén Hugur 2018meðoverride.indd 6 24-Jul-18 12:21:20
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.