Hugur - 01.01.2018, Qupperneq 8

Hugur - 01.01.2018, Qupperneq 8
8 Finnur Dellsén ræðir við Mariu Baghramian vonir við breytingar í átt til aukins jöfnuðar og meira frjálsræðis í stjórnmál um þjóð arinnar. Skömmu eftir byltinguna varð mér og manninum mínum, Hormoz Farhat, sem er prófessor í tónlist, hins vegar ljóst að trúarlegt stjórnarfar kæmi til með að ná til æ fleiri þátta samfélagsins, og í kjölfarið áttuðum við okkur á því að ef til vill væri ekki heppilegt eða öruggt fyrir okkur að búa í hinu nýja íslamska lýðveldi í Íran. Við byrjuðum því að leita að atvinnutækifærum utan Írans, og skömmu síðar var eiginmanni mínum boðið starf við Queen’s University Belfast. Við kvöddum Íran í júlí 1979, tókum með okkur tvær ferðatöskur og höfum aldrei snúið aftur. Við vorum meðal þeirra lánsömu. Sumir vina okkar, sem urðu eftir, áttu fyrir höndum að verða fangelsaðir, pyntaðir eða þaðan af verra. Því mun ég aldrei gleyma. Ég fór sjálf í nám við Queen’s, en það kom fljótlega í ljós að ég gæti ekki hald ið áfr am að stunda nám í leiklist, eins og ég hafði gert í Teheran. Á þessum tíma var ekki boðið upp á leiklist á háskólastigi í Bretlandi og á Írlandi, svo ég varð að byrja upp á nýtt ef ég ætlaði mér að útskrifast úr háskóla. Ég hafði áður numið dálitla heimspeki og vissi að ég hefði ánægju af því. Mér þótt líka áhuga vert út frá bakgrunni mínum að prófa að læra félagsmannfræði. Svo reyndi ég líka fyr- ir mér í stjórnmálafræði en eftir að hafa reynt fjöldauppreisn á eigin skinni, þá fannst mér umræðurnar í stjórnmálafræðitímum heldur óspennandi, jafnvel þótt þær færu fram í Belfast á sannkölluðum umbrotatímum. Niðurstaðan varð því sú að læra heimspeki og félagsmannfræði. Queen’s hafði þá nýlega ráðið til sín marga unga heimspekikennara, þar á meðal Peter Carruthers og Jack Copeland. Fyrirlestrar þeirra voru meðal þess sem gerði það að verkum að ég ákvað að halda áfram í heimspeki á framhaldsstigi. Árið 1982 var maðurinn minn gerður að pró- fessor í tónlist við Trinity College Dublin og þá fluttum við til Dyflinnar. Tim Williamson var þá nýbúinn að taka við fyrstu stöðu sinni við háskólann og ég var svo lánsöm að verða fyrsti doktorsnemi hans. Það má því segja að pólitískar og persónulegar kringumstæður hafi haft mikil áhrif á að ég ákvað að gerast heim- spekingur, en með dálítilli heppni reyndust þetta á endanum réttar ákvarðanir. Doktorsritgerðin þín er um heimspekilega rökfræði og þú hefur skrifað mikið um af- stæðishyggju, þar á meðal víðlesna bók um efnið. Ég velti fyrir mér hvort þetta rann- sóknarefni tengist að einhverju leyti þeirri pólitísku reynslu sem þú öðlaðist í Íran? Ég fékk áhuga á afstæðishyggju þegar ég lærði félagsmannfræði í grunnnámi mínu. Afstæðishyggja var alltumlykjandi í mannfræði og kennarar mínir drógu sjaldan, ef þá nokkurn tímann, í efa að hún ætti við rök að styðjast. Í heimspeki- deildinni var þessu þveröfugt farið. Þar var gert ráð fyrir því að afstæðishyggja væri mótsagnakennd og græfi undan sjálfri sér, og litið svo á að það þyrfti ekki að ræða það frekar. Ég var ósammála báðum þessum skoðunum. Ég taldi þá, og tel reyndar enn, að margar mikilsverðar og réttmætar heimspekilegar og félags- legar spurningar, sem snúa að mismun og margbreytileika, búi að baki því að fólk hallast að afstæðishyggju. Að mínu mati á að taka alvarlega þau vandamál sem leiða til afstæðishyggju, jafnvel þótt svörin sem afstæðishyggja veitir okkur séu óviðunandi þegar allt kemur til alls. Í skrifum mínum hef ég því reynt að sýna að Hugur 2018meðoverride.indd 8 24-Jul-18 12:21:21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.