Hugur - 01.01.2018, Side 11

Hugur - 01.01.2018, Side 11
 Afstæðishyggja, ágreiningur og amerísk heimspeki 11 félagsleg og pólitísk málefni á borð við skilnað, réttindi samkynhneigðra, fóstur- eyðingar og jafnvel getnaðarvarnir. Og ég tók þar að auki áfram þátt í pólitískum aðgerðum á vegum Amnesty International. Sú heimspeki sem kennd hafði verið í gömlu frumspekideildinni hafði, með fáum undantekningum, að langmestu leyti snúist um tómísku hefðina í stað þess að fjalla um þær heimspekilegu hugmyndir sem flestir aðrir skólar kenna. Við Dermot Moran vildum breyta þessu. Ég taldi sjálf að kynjamisvægið í heimspeki myndi hverfa um leið og tekist hefði verið á við þau almennu félagslegu og póli- tísku vandamál sem heimspekideildin og Írland í heild sinni stóðu frammi fyrir á þessum árum. En ég hafði á röngu að standa. Í takt við róttækar breytingar á Ír- landi á þessum árum tók heimspekideildin við UCD miklum breytingum. Nem- endur í námskeiðum hjá mér urðu ekki lengur hneykslaðir þegar ég sagði þeim frá frjálslyndum viðhorfum mínum, og í raun reyndust margir þeirra enn róttækari en ég sjálf. Heimspekin við UCD, bæði meginlandsheimspekin og hin analýtíska, varð smátt og smátt keimlík því sem tíðkaðist í öðrum löndum. Samt sem áður batnaði ekki ójafnt kynjahlutfall í heimspeki með þeim hætti sem ég hafði vonast eftir. Karlmenn voru ráðnir í flestar stöður við UCD og Trinity College Dublin, og þær fáu konur sem komu þar til starfa urðu ósáttar við vinnuaðstæður sínar og færðu sig um set. Það var fyrst þá sem ég áttaði mig á því að beinna aðgerða væri þörf til að auka hlut kvenna í heimspeki og bæta aðstæður þeirra. Ég stofnaði Félag kvenna í heimspeki á Írlandi árið 2010. Stofnfundurinn var haldinn á sama tíma og ráð- stefnan Joint Sessions of the Aristotelian and Mind Society, sem ég skipulagði, var haldin við UCD. Fyrstu tvö árin gerðist ekki mikið í þessum málum, en eftir að ég tók við formennsku í heimspekideildinni árið 2011 hlutu nokkrir hinna yngri kvenheimspekinga nýdoktorastyrk frá Írska rannsóknarráðinu. Með þeirra hjálp og ýmissa annarra tókst okkur að virkja þetta félag og vekja athygli á því hversu þarft það er að auka þátttöku kvenna í heimspeki. Sumir karlkyns kollega minna við UCD studdu okkur og fyrir vikið erum við með fræðasamfélag sem styður nú mun betur við bakið á konum og rannsóknum þeirra en áður. Við höfum einnig ráðið þrjár konur í fastar stöður og það hefur gefið heimspekideildinni allt aðra ásýnd. Eins og svo margar aðrar konur í fræðaheiminum hef ég sjálf orðið fyrir ótal- mörgu óskemmtilegu í gegnum tíðina, allt frá því að vera jaðarsett til þess að verða fyrir kynferðislegri áreitni (versta dæmið um þetta gerðist í mjög virtum háskóla í Bretlandi). Það versta við þetta er að ég þagði um það í fjöldamörg ár, bæði um tiltekin atvik sem komu upp og eins um það almenna andrúmsloft sem útilokar konur og jaðarsetur þær. Mér leið eins og ég hefði á engan stað að leita og var viss um að þótt ég tjáði mig, þá yrði ég ekki tekin alvarlega. Það hefur hjálpað mikið að heyra sams konar reynslusögur frá öðrum konum innan heimspekinnar, því mér hætti til að gera ráð fyrir því að ég hefði orðið fyrir þessu vegna þess að ég væri ekki af vestrænum uppruna eða „utanaðkomandi“. Eitt af því sem Félag kvenna í heimspeki á Írlandi er ætlað að gera er að láta konur sem hafa gengið í gegnum svona hluti vita að til er stuðningsnet sem þær geta reitt sig á ef þær þurfa Hugur 2018meðoverride.indd 11 24-Jul-18 12:21:21
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.