Hugur - 01.01.2018, Qupperneq 13

Hugur - 01.01.2018, Qupperneq 13
 Afstæðishyggja, ágreiningur og amerísk heimspeki 13 og margir þeirra Kínverja sem nú kenna við háskólana og stunda þar rannsóknir, framúrskarandi bæði í meginlandsheimspeki og analýtískri, eru með gráður frá vestrænum háskólum. Heimsþing heimspekinga árið 2018 verður haldið við Háskólann í Beijing. Þetta verður stærsta samkoma heimspekinga í mannkynssögunni og kollegi minn, Dermot Moran, er einmitt í forsvari fyrir samtökunum sem halda þingið, FISP (Fédération Internationale des Sociétés de Philosophie). Íslenski heim- spekingurinn Sigríður Þorgeirsdóttir er að skipuleggja fyrirlestra og mikilvæga viðburði um stöðu kvenna í heimspeki. Ég hlakka til Heimsþings heimspekinga í Kína og vona að það verði hápunkturinn á nokkuð óvæntum kynnum mínum af heimspekisamfélaginu í Kína. Að lokum langar mig að spyrja þig út í núverandi rannsóknarverkefni þitt, When Experts Disagree, sem snýst um sérfræðiþekkingu, ágreining og samskipti milli sér- fræðinga og almennings. Þessi málefni hafa verið gríðarlega fyrirferðarmikil undan- farið (samanber Brexit og forsetakjörið í Bandaríkjunum), en verkefnið fór reyndar af stað áður en þetta vantraust á sérfræðingum varð svona áberandi í opinberri umræðu. Hvers vegna ákvaðst þú að koma þessu verkefni á laggirnar? Varstu búin að sjá þessa þróun fyrir? When Experts Disagree (WEXD) er þverfaglegt verkefni sem fjallar um ágreining milli vísindamanna þar sem ágreiningur innan loftslagsvísinda, sem er sífellt póli- tískt þrætuepli, er borinn saman við ágreining í stjarneðlisfræði, þar sem pólitísk álitamál eru víðs fjarri. Í vísindum er gjarnan litið svo á að engin niðurstaða eða aðferð sé hafin yfir gagnrýni, þannig að ágreiningur meðal vísindamanna er oft talinn hafa góð áhrif. Í loftslagsvísindum vandast málið hins vegar, því þar er oft litið á ólíkar skoðanir sem merki um að vísindamennirnir aðhyllist tiltekin pólitísk viðhorf. Verkefni okkar felst í að rannsaka heimspekileg álitamál sem snúa að sérfræðiþekkingu og ágreining. Við notumst einnig við aðferðafræði til- raunaheimspekinnar (e. experimental philosophy) til að bera saman viðhorf fólks til ágreinings innan þessara tveggja vísindagreina. Ég get því miður ekki sagt að ég hafi séð fyrir að verkefni okkar myndi tengjast þeim pólitísku sviptingum sem við verðum vitni að þessa dagana. En það var með þetta, líkt og svo margt annað í lífi mínu, að ég ætlaði mér ekki endilega að fara inn á þessa braut, heldur endaði ég þar vegna þess að ég var lánsöm og tilbúin að prófa nýja hluti þegar tækifærið gafst. WEXD er samstarfsverkefni mitt og Lukes Drury, sem er stjarneðlisfræðing- ur. Nú er verkefnið að komast á annað stig, sem hófst með stórri ráðstefnu um traust, sérfræðiþekkingu og stefnumótun í byrjun september 2017. Okkur Luke var nýlega boðið að taka þátt í vinnuhópi um þessi efni á vegum Bresku akadem- íunnar og samtakanna ALLEA (All European Academies). Við tókum meðvit- aða ákvörðun um að láta þetta stig verkefnisins snúast um pólitísk málefni og sjáum nú að rannsóknir okkar hafa bein tengsl við félagsleg málefni. Við munum því ekki aðeins einblína á loftslagsvísindi og stjarneðlisfræði á þessu stigi, heldur einnig skoða mál sem tengjast pólitík með beinum hætti, svo sem traust á fjöl- Hugur 2018meðoverride.indd 13 24-Jul-18 12:21:21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.