Hugur - 01.01.2018, Page 15

Hugur - 01.01.2018, Page 15
Hugur | 29. ár, 2018 | s. 15–32 Miranda Fricker Vitnisburðarranglæti1 Í leikgerð Anthonys Minghella af The Talented Mr Ripley beitir Herbert Green- leaf kunnuglegri aðferð til að þagga niður í Marge Sherwood, ungu konunni sem hefði átt að verða tengdadóttir hans skömmu fyrr, hefði sonur hans Dickie ekki horfið með grunsamlegum hætti: „Marge, eitt er kvenlegt innsæi, annað eru staðreyndir.“2 Með þessu er Greenleaf að bregðast við grunsemdum Marge um að Tom Ripley – meintur vinur þeirra Dickies og Marge, sem hafði komið sér í mjúk inn hjá Greenleaf eldri – hafi orðið Dickie að bana. Auðveldlega má sjá að þögg un Greenleafs felur í sér valdbeitingu, einkum beitingu kynbundins valds. En hvaða skilning leggjum við í vald? Og hvernig tengist kynbundið vald al- mennu hugtaki um félagslegt vald? Til þess að lýsa vitnisburðarranglæti í gróf um dráttum og gera grein fyrir sérstöku inntaki þess þurfum við að finna svör við þessum spurningum um hver séu almenn einkenni félagslegs valds og þeirrar sérstöku tegundar félagsvalds (sem kynbundið vald er dæmi um) sem ég mun nefna ímyndarvald. Vald Byrjum á að skoða það sem mér virðist vera nokkuð sjálfgefin hugmynd um fé- lagslegt vald, að það sé hæfileiki sem við búum yfir sem félagsverur til þess að hafa áhrif á gang mála í félagsheiminum. Hér má þegar greina á milli virks og óvirks félagsvalds. Tökum sem dæmi það vald sem stöðumælavörður hefur yfir ökumönnum og felst í því að hún getur sektað þá fyrir stöðumælabrot. Stundum er þetta vald virkt, svo sem þegar hún sektar þá. Þó skiptir ekki síður máli að þetta vald er til staðar með óvirkum hætti í hvert sinn sem geta hennar til að leggja á fjársektir hefur áhrif á hvernig fólk leggur bílunum sínum. Þessir tveir valdahættir eru hvor öðrum háðir þar eð áhrif óvirks valds munu eiga það til að dvína ef því er ekki beitt á virkan hátt: Ef ákveðnum fjölda stöðumælasekta er 1 [1. kaflinn úr bók Fricker, Epistemic Injustice: Power and the Ethics of Knowing (Oxford og New York: Oxford University Press, 2007), 9–29. – Þýð.] 2 Anthony Minghella, The Talented Mr Ripley—Based on Patricia Highsmith’s Novel (London: Methuen, 2000), 130. Hugur 2018meðoverride.indd 15 24-Jul-18 12:21:21
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.