Hugur - 01.01.2018, Page 23

Hugur - 01.01.2018, Page 23
 Vitnisburðarranglæti 23 fræðiþekkingu hans myndu að ósekju grafa undan trúnaðartrausti þeirra til hans og þannig skaða trúnaðarsamband sjúklings og læknis. Allt leggst þetta þungt á heimilislækni okkar enda gerir hann sér ljóst að þótt hann leggi sig allan fram við læknisráðgjöf, gæti hann samt leitt sjúklinga sína á villigötur. Sá alltof mikli trúverðugleiki sem hann hefur samkvæmt mati sjúklinga sinna veldur honum siðferðilegri byrði sem hann kærir sig ekki um og því getur slík bólga verið óhag- stæð.14 Einnig getum við séð fyrir okkur prófessor sem lætur yngri samstarfsmann fá texta eftir sig í von um að viðbrögð hans við honum og ábendingar nýtist honum sjálfum til að geta haldið boðlegt erindi á ráðstefnu. Reynist nú samstarfs- maðurinn ungi hafa prófessorinn í hávegum, lætur hann hann njóta vafans um of, athugasemdir hans verða fyrir vikið ekki eins gagnrýnar og þær hefðu annars orðið og þannig bregst hann prófessornum. Þó er það aðeins vandamál þeirrar síðarnefndu að hún skuli í þessu tilviki njóta trúverðugleikabólgu. En í aðstæðum sem þessum getur bólgan verið ókostur, enda þótt hún sé yfirleitt frekar kostur. En hvað þá um þann möguleika að trúverðugleikahalli geti við óvenjulegar aðstæður verið manni í hag? Dæmi um það væri hinn málhalti Kládíus sem, áður en hann verður á endanum keisari Rómaveldis, sleppur ítrekað undan pólitísk- um morðum vegna þess hversu margir álíta hann vera flón. Eða þá lautinant Columbo, þessi óviðjafnanlega glæpaþáttafígúra frá áttunda áratugnum sem með klaufalegum og flumbrulegum stíl sínum vekur með þeim sem eru til rannsóknar falska öryggiskennd sem gerir honum kleift að hanka þá þegar þeir eiga síst von á. Af því má álykta að í svo sérstökum og staðbundnum aðstæðum geti trúverð- ugleikahalli verið heppilegur. Okkur mun þó verða ljóst að almennt séð sé trú- verðugleiki ákveðin gæði sem menn verði að njóta í nægum mæli í daglegu lífi og að sama skapi ætti að líta á skort á honum sem almennt óhagstæðan. Í fyrstu gæti maður talið trúverðugleikahalla og -bólgu falla undir vitnis- burðarranglæti. Vissulega er eðlilegt og réttmætt að sjá ákveðið „ranglæti“ í tilviki trúverðugleikabólgu, s.s. þegar manni gremst óréttlætið sem felst í því að einhver sé álitinn ómaklega trúverðugur vegna þess eins að hann talar með ákveðnum hreim.15 Jafnvel mætti líta á slíkt ranglæti sem ósanngjarna dreifingu gæða – ein- hver hefur hlotið meira af þeim gæðum en getur talist sanngjarnt – en þá værum við að misbeita tungumálinu, því að trúverðugleiki er ekki gæði sem skiptiréttlæti nær til. Ólíkt þeim gæðum sem gagnlegt er að fjalla um út frá skiptingu gæða (svo sem auði eða heilbrigðisþjónustu), þá er engin ráðgáta til um sanngjarna skiptingu trúverðugleikans, því trúverðugleiki er hugtak sem ber greinilega með sér hver rétta skiptingin er. Að allri þekkingarfræðilegri smásmygli slepptri, þá er augljóst hver skylda hlustandans er: Hún verður að meta trúverðugleika við- mælanda síns í samræmi við hversu líklegt er að hann sé að segja satt. Þess utan 14 Ég vil þakka Hugh Mellor fyrir þetta dæmi, sem ég hef breytt lítillega. 15 Í „Rational Authority and Social Power: Towards a Truly Social Epistemology“, Proceedings of the Aristotelian Society, 98, nr. 2 (1998), 159–177, hélt ég því fram að hvort tveggja trúverðugleikahalli og -bólga væru dæmi um þekkingarlegt óréttlæti (eina tegund þess sem ég skoðaði var sú sem ég kalla hér vitnisburðarranglæti) en þau íhugunarefni sem ég set hér fram hafa orðið til þess að ég hef skipt um skoðun. Enn fremur nota ég hér hugtakið „trúverðugleiki“ í nokkuð víðari merkingu en í þessari grein. Hugur 2018meðoverride.indd 23 24-Jul-18 12:21:21
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.