Hugur - 01.01.2018, Qupperneq 116

Hugur - 01.01.2018, Qupperneq 116
116 Sigurður Kristinsson að óréttlæti.17 Það sem Sandel varar við myndi líkast til flokkast sem „niceness“ í kenningu Wards og er einmitt ekki til marks um gott siðferði í stjórnmálum. Það er því beinlínis rangt að leggja geðþekkan yfirdrepsskap af því tagi að jöfnu við siðvæðingu stjórnmálanna. Páll hafnar siðvæðingu stjórnmálanna að því er virðist án rökstuðnings, en að baki þeirri höfnun virðist þó liggja sá vafasami skilningur að siðvæðing væri nokkurs konar hreinsun stjórnmála af þeim lykilþætti þeirra sem samkeppni um völd er. Þegar nánar er að gáð styður hann þó í raun það markmið að stuðla að bættu siðferði í stjórnmálum sem fela í sér samkeppni um völd. Það sem hann telur helst standa í vegi fyrir slíku markmiði er hins vegar það meinta viðhorf almennings að stjórnmál séu starfsgrein, „ákveðinn vettvangur sem þeir ein- ir sem það kjósa geta helgað sér og hlaupið um eins og þeim einum sýnist“.18 Þetta viðhorf telur Páll nátengt þeirri skoðun að stjórnmál séu ekkert annað en valdabarátta, þannig að ef fólk hætti að líta á stjórnmálin sem starfsvettvang, þá muni það loksins fara að gera kröfur til stjórnmálamanna um siðferðilega ábyrgð. Starfsvettvangurinn stjórnmál sé í hugum almennings griðastaður ábyrgðarleysis gagnvart almennum siðferðisviðmiðum, friðland óheftrar valdabaráttu þar sem fólk er laust undan öllum venjulegum siðgæðiskröfum. Hugmyndin virðist vera sú að ef við hættum að líta á stjórnmál sem starfsgrein, munum við í kjölfarið hætta að umbera siðlausa og óhefta valdabaráttu stjórnmálamanna. Er þetta góð hugmynd? Stjórnmál sem starfsgrein Tengsl þess að líta á stjórnmál sem starfsgrein og einbera valdabaráttu eru að sjálfsögðu ekki röklega nauðsynleg. Auðvelt er að ímynda sér einbera valdabaráttu án þess að þar sé um að ræða starfsgrein. Sömuleiðis má ímynda sér starfsgrein sem fæli í sér samkeppni um bestu leiðirnar til að tryggja almannahag, eða lesa þjóðarviljann og koma honum til framkvæmda. Slík starfsgrein snerist greinilega um stjórnmál og væri samt annað og meira en barátta um völd. Þannig þarf einber valdabarátta ekki endilega að vera starfsgrein og stjórnmál gætu verið starfsgrein án þess að vera einber valdabarátta. En þótt tengingin þarna á milli sé ekki röklega nauðsynleg er mögulegt að í hugmyndinni um stjórnmál sem starfsvettvang leynist ákveðin hætta, sem síðan verður alvarlegri eftir því sem almennt er litið svo á í ríkara mæli að stjórnmál séu einber valdabarátta. Ef stjórnmál eru starfsgrein, þá má búast við að um þau gildi sérstök viðmið og siðareglur, rétt eins og t.d. um störf lögmanna, lækna, presta, fjölmiðlafólks, hjúkrunarfræðinga, lögreglumanna, sálfræðinga, o.s.frv. Starfstengd siðferðisviðmið draga dám af því sérstaka samfélagslega hlutverki sem starfsgreinin þjónar og ljær henni tilgang, auk almennra siðferðisgilda. Í einstökum tilvikum getur sá tilgangur þýtt að almenn siðferðisviðmið lúti í lægra 17 Ward 2017. 18 Páll Skúlason 1987: 370. Hugur 2018meðoverride.indd 116 24-Jul-18 12:21:27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.