Hugur - 01.01.2018, Qupperneq 124

Hugur - 01.01.2018, Qupperneq 124
124 Sigurður Kristinsson árangri. Einnig er erfitt að segja til um það hvernig aðstæður þurfi að vera til að rétt sé að túlka þær með þessum hætti. Hins vegar má slá því föstu að það fylgir hlutverki stjórnmálamanna að standa frammi fyrir slíkum vanda. Spurningin er einungis sú hve víðtækar ályktanir megi draga af þessu um aðskilnað siðferðis og stjórnmála. Í þeim efnum virðist Tillyris ganga lengra en efni standa til. Ef farið yrði að ráðum hans myndu stjórnmálamenn kinnroðalaust rækta með sér eiginleika sem út frá almennu siðferði myndu flokkast sem fals og fláræði en frá sjónarhóli árangursríkra stjórnmála ef til vill sem aðdáunarverð kænska. Al- menningur myndi ekki æðrast yfir þessu eða kvarta undan siðferðilegri kreppu í stjórnmálum, því hann myndi átta sig á að dómar siðferðisins eiga ekki við á sviði stjórnmála heldur gilda þar önnur og aðskilin lögmál. Fjölmiðlar myndu vænt- anlega leggja sig fram um að afhjúpa það þegar stjórnmálamönnum mistækist blekkingarleikurinn og væru staðnir að því að ganga á bak orða sinna. Þegar slíkt gerist falla þeir í áliti hjá almenningi, því að þeir hafa ekki staðist þær kröfur, um færni við að dylja slóð sína eða stýra athygli fjöldans á aðrar slóðir, sem einkenna góðan stjórnmálamann. Ef þessi lýsing hljómar kunnuglega, þá er það vegna þess að þetta er í megin- atriðum það ástand sem Páll Skúlason kvartaði undan að einkenndi stjórnmála- líf Íslendinga um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Helsti munurinn er sá að samkvæmt lýsingu Páls er almenningur ekki sáttur við ástandið heldur „alvarlega leiður og vonsvikinn“ yfir gangi mála.44 Óþarft er að taka undir með Tillyris að slík tilfinning byggist á misskilningi á óhjákvæmilegum veruleika stjórnmálanna. Eins og rakið var hér að framan hafa almennir borgarar sem búa við fulltrúalýð- ræði ríka ástæðu til að sækjast eftir stjórnmálamönnum sem eru sjálfum sér trúir og ástunda dygðir á borð við heilindi. Slíkir mannkostir setja því skorður hve fúsir stjórnmálamenn eru til blekkinga og málamiðlana sem varða grundvallaratriði í stefnumálum, en koma þó ekki í veg fyrir að þeir geti rækt hlutverk sitt og náð árangri. Sé þetta rétt er gjáin á milli siðferðis og stjórnmála ekki eins djúp og Tillyris heldur fram, heldur er vinnusiðferði stjórnmálanna hlutverkasiðferði sem tengist almennu siðferði með svipuðum hætti og hlutverkasiðferði starfsgreina. Í öllum starfsgreinum má greina tilgang, hlutverk, eða þjónustu sem starfsgreinin gengur út á að veita. Í öllum starfsgreinum skapast aðstæður og siðferðileg úrlausnarefni sem eru einkennandi fyrir viðkomandi starfsvettvang og geta stundum réttlætt eða jafnvel útheimt breytni sem væri siðferðislega ámælisverð utan hans. Þrátt fyrir þetta er traust almennings á starfsstéttum bundið þeirri kröfu að þær telji sig ekki undanskildar almennum siðgæðislögmálum heldur leitist við að ná árangri með starfsháttum sem standast gagnrýna skoðun frá sjónarhóli almenns siðferðis. Þótt stjórnmálamenn séu ekki starfsstétt í hefðbundnum skilningi þá eiga þeir það sameiginlegt með starfsstéttum að hlutverkasiðferðið skarast við og er skilyrt af almennu siðferði. 44 Páll Skúlason 1987: 370–371. Hugur 2018meðoverride.indd 124 24-Jul-18 12:21:27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.