Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 131

Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 131
 Eftir dauða póstmódernismans og endalok sögunnar 131 lagt eitthvað af mörkum til framleiðslu og aukins hagnaðar.2 Í síðasta hlutanum, sem titlaður er „Mennska“, fjallar Björn um nokkur ólík viðfangsefni, þ. á. m. Pláguna eftir Albert Camus, en það er sérstaklega áhugavert að sjá Björn ráðast í heimspekilega bók- menntagreiningu, nokkuð sem hefði ver- ið gaman að sjá meira af. Vísindin eru þó fyrirferðarmest í þeim hluta og ætla ég að lokum að ræða kaflann „Er vísindahyggj- an móðir tómhyggjunnar?“. Sú grein var einnig upphaflega erindi sem flutt var árið 1998 þar sem Björn fjallaði um þessa spurningu. Hér sýn- ir Björn á köflum mjög gamansamar hliðar, en erindið hefst á áhugaverðri af- byggingu á fyrirbærinu „að flytja erindi“. Þessa afbyggingu gerir Björn í gegnum eins konar kierkegaardíska höfnun á að hann sé kennivald sem boði einhvern sannleika. Hann ræðir þó í framhaldinu það umdeilda hugtak vísindahyggju sem hann skilgreinir sem „ofurtrú á vísindin og aðferðir þeirra“. Sá sem aðhyllist vís- indahyggju er þannig „þeirrar trúar að vísindalegar aðferðir eigi erindi [sem víð- ast]“ (bls. 201). Hér er því enga gagnrýni á vísindin sem slík að finna, einungis þá tilhneigingu sumra vísindahyggjumanna að gera lítið úr spurningum sem fara út fyrir þekkingarsvið og aðferðafræði vís- indanna. En að mati Björns er einmitt einhverjar mikilvægustu spurningar mannlegrar tilvistar að finna þar. Af því leiðir að vísindahyggjan getur verið beinlínis hættuleg og opnað dyrnar að tómhyggju. Björn kallar það gælukenn- ingu sína að leitin að sjálfsþekkingu fari í gegnum tómhyggjuna og þaðan til vísindanna (bls. 205–206). Hér er reynd- ar fleira sem minnir á Kierkegaard, en útlistun Björns á hreyfingunni frá tóm- hyggju til vísindanna svipar meira en lítið til greininga danska heimspekings- ins á hinum ólíku tilvistarstigum.3 Björn virðist líta á vísinda- og tómhyggju sem einhvers konar tilvistarstig af svipuðum toga og Kierkegaard greindi. En líkt og Kierkegaard í tilvistargreiningu sinni, vill Björn meina að það sé alfarið undir einstaklingnum sjálfum komið að kom- ast af einu stigi og yfir á annað. Björn segir vísindahyggjuna og tóm- hyggjuna „nærast hvor á annarri“ (bls. 207). Hann bendir á verstu afleiðingar vísindanna, kjarnorkuvopn og útrým- ingarbúðir, sem skýrustu dæmin um tómhyggjuna sem getur verið fylgifiskur vísindanna þegar einhver mikilvægustu viðfangsefni mannlegrar tilvistar eru send í útlegð og mikilvægi þeirra hafn- að. Í lokin segist Björn þó ekki hafa nein svör, en bendir á að lausnin geti þó hvorki falist í blindri trú á vísindin, né trú á ekki neitt (bls. 208). Eitthvað annað er ekki einungis stór- áhugavert greinasafn eftir einn mikilvæg- asta heimspeking Íslands – heldur einnig mikilvæg samantekt á íslenskri megin- landsheimspeki og helstu hugðarefnum hennar við lok síðustu aldar og í byrjun þessarar. Verkið ætti þó að höfða langt út fyrir raðir áhugafólks um meginlands- heimspeki og raunar heimspeki sem slíka. Enginn, sem hefur áhuga á hugvís- indum almennt eða stóru spurningunum, verður svikinn. Ásamt léttum og gaman- sömum tón sem gerir ritið skemmtilegra en maður á að venjast þegar kemur að heimspekiritum (og aðgengilegra fyr- ir áhugafólk og byrjendur), þá er eitt aðaleinkenni Björns aðdáunarverður hæfileiki til að útskýra og ræða allra flóknustu hugmyndirnar og heimspek- ingana á skýran og einfaldan hátt. Breitt áhugasvið og þekking á mörgum ólíkum málefnum, ásamt því hvernig hann leitar fanga í ólíklegustu heimildum (frá Jónasi Hallgrímssyni til Einars Áskels!), eru svo einnig stór þáttur í að skrif Björns eru alltaf áhugaverð og skemmtileg aflestrar. Jóhann Helgi Heiðdal Hugur 2018meðoverride.indd 131 24-Jul-18 12:21:28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.