Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2018, Page 11

Andvari - 01.01.2018, Page 11
10 PÁLL SIGURÐSSON ANDVARI sagði kennarinn Ármann gjarnan til skýringar. Þetta er lykilsaga um átök til stælingar og mótunar 2. Við hátíðlega athöfn í Háskóla Íslands, er fram fór 26. júní 1993, var lýst kjöri Ármanns Snævarr sem heiðursdoktors við Lagadeild Háskólans, en á því ári varð deildin 85 ára. Á deildarfundi í þeirri háskóladeild hafði nokkru fyrr, þ.e. 7. júní, tillaga um þessa heiðrun verið samþykkt af hálfu deildarinnar. Við það tækifæri var lagður fram og samþykktur „formáli að doktorskjöri“, eins og það heitir á háskólamáli. Hafði höf- undur þessarar greinar samið þann texta að beiðni þáverandi deildar- forseta, dr. Gunnars G. Schram prófessors, og var hann síðan tryggi- lega festur inn í fundargerðabók deildarinnar, sem nú er varðveitt í skjalasafni Háskólans. Formálinn hljóðar svo: Ármann Snævarr er fæddur á Nesi í Norðfirði árið 1919. Hann lauk embættis- prófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1944 en stundaði síðan framhaldsnám við háskólana í Uppsölum, Kaupmannahöfn og Ósló næstu árin. Hann var settur prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands árið 1948 og skipaður árið 1950. Prófessorsembætti gegndi hann síðan til ársins 1972. Árið 1960 var hann kjörinn rektor Háskóla Íslands og gegndi hann því embætti um níu ára skeið. Allt frá fyrstu kennsluárum sínum átti Ármann Snævarr mikinn þátt í endurmótun lagakennslu, og á embættisferli sínum sem háskólarektor hafði hann forgöngu um ýmis nýmæli, sem reyndust Háskóla Íslands heillarík. Höfuðkennslugreinar Ármanns Snævarr voru lengst af sifja-, erfða- og per- sónuréttur og refsiréttur auk almennrar lögfræði, sem hann kenndi fyrri hluta kennsluferils síns, en þá grein lögfræðinnar mótaði hann frá grunni miðað við íslenskar aðstæður. Hann örvaði samskipti og félagslíf námsmanna og kom á stúdentaskiptum við erlenda háskóla. Árið 1972 var Ármann Snævarr skip- aður dómari við Hæstarétt Íslands og gegndi hann því embætti fram til ársins 1984, er honum var veitt lausn frá því fyrir aldurs sakir. Forseti Hæstaréttar var hann árin 1978 og 1979. Ármann Snævarr hefur gegnt margvíslegum félagsstörfum og átt farsælan þátt í stofnun mikilvægra félaga. Nægir þar að nefna Bandalag háskólamanna og Lögfræðingafélag Íslands, en í báðum þessum félögum sinnti hann lengi stjórnarstörfum. Formaður Íslandsdeildar norrænu lögfræðingaþinganna hefur hann verið síðan 1972 og fyrr og síðar lagt mikinn skerf til gagnkvæmra kynna og samstarfs norrænna lögfræðinga. Ritstörf Ármanns Snævarr um lögfræðileg efni eru mikil að vöxtum. Hafa þau markað spor á þróunarbraut íslenskra lögvísinda um áratuga skeið og mörg hver lengi verið notuð við lagakennslu. Fyrir fáum árum birti hann m.a. vandaðar útgáfur mikilla rita um almenna lögfræði og erfðarétt, sem bæði eru grundvallarrit á þeim sviðum. Er sá maður vandfundinn, sem lagt hefur drýgri skerf til íslenskrar lögfræði á þeim 85 árum, sem nú eru liðin frá því að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.