Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2018, Page 23

Andvari - 01.01.2018, Page 23
22 PÁLL SIGURÐSSON ANDVARI Ármann var einlægur trúmaður og kirkjurækinn. Í margnefndri minn- ingarræðu segir um þann eðlisþátt hans: Trúariðkun hans var heillandi skýr og einföld, hann umgekkst Guð sem félaga og bandamann, sem hann ræddi við óhikað og opnaði sig fyrir. Ármann átti sér ákveðinn bænatíma á kvöldin og ef hann var ekki nærri konu sinni gátu þau hvort í sínu lagi beðið sitt Faðir vor á ákveðnum tíma og „deitað“ þannig hvort annað á himneska vísu. Guð var Ármanni sálgætir, besti vinur, sem var honum nærri í gleði en líka andblæstri og sorg. Því umlauk hann sitt fólk í bænum sínum, umspennti allt, sem skipti hann máli, sem reyndar var stór og litrík veröld. Tilvera hans var óbrotin. Það var himneskur jús í öllu, sem hann gerði í vinnu, fræðum og einkalífi.14 Trúhneigð Ármanns birtist gjarna í daglegu tali hans, t.d. með orðun- um „Guð láti á gott vita“, sem hann hafði oft yfir þegar tilefni var til. Kennarinn Ármann Snævarr var settur prófessor í lögum frá 1. september 1948 og skipaður í það embætti frá 1. ágúst 1950. Er hann lét af kennslu við Lagadeild 1972 hafði hann því starfað þar með sóma í 24 ár. Tekið skal fram, að á fyrstu kennsluárum Ármanns nefndist sú deild, er hann starfaði við, Laga- og hagfræðideild en síðar Laga- og viðskiptadeild. Árið 1962 voru deildirnar síðan aðskildar og hefur lagakennslan við Háskóla Íslands að mestu farið fram í Lagadeild eftir það. Til hægðarauka verður hér einungis talað um Lagadeild. Þegar Ármann tók við kennslustarfi í Lagadeild 1948 urðu kennslu- greinar hans þessar: Almenn lögfræði, sifja- og erfðaréttur, refsiréttur og persónuréttur. Nokkru síðar tók hann einnig við kennslu í réttar- sögu, sem Ólafur Lárusson prófessor hafði áður gegnt (fram til 1957). Almenn lögfræði hafði verið gerð að sérstakri prófskyldri grein (á eldra grunni) með reglugerð frá 1935 og taldist persónuréttur þá með henni sem eins konar aukagrein. Í þeirri reglugerð var meðal annars í fyrsta sinn kveðið á um stjórnarfarsrétt sem sérstaka kennslugrein, er Ólafur Jóhannesson prófessor skapaði og þróaði síðar í áratugi. Með nýrri reglugerð frá 1949 voru meðal annars tekin upp sérstök forpróf í almennri lögfræði en persónurétturinn var aftur lagður til sifja- og erfðaréttarins, eins og verið hafði fyrir 1935.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.