Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2018, Side 63

Andvari - 01.01.2018, Side 63
 62 HJALTI ÞORLEIFSSON ANDVARI Sigurði Nordal fannst skipta máli í þessu sambandi að afstaða Einars til fjármuna hefði á einhvern hátt verið sérstök og hann aldrei „[…] langað til þess að safna auði.“40 Takmark hans við virkjun fossa hafi verið hástemmd- ara, rómantískara, og beinst að því sem honum þóttu vera hagsmunir ís- lensks samfélags. Virkjununum hafi verið ætlað að útvega orku til fram- leiðslu á áburði til landbúnaðar og uppgræðslu á eintómum auðnum og tryggja blómlegri og lífvænlegri byggðir.41 Fjármunirnir sem þær skiluðu skiptu litlu miðað við þau andlegu verðmæti sem fælust í að beisla þvílíkt afl og gera að undirstöðu nýs lífs í landinu. Út frá þessu verður virkjun vatns- aflsins aukaatriði í samanburði við það sem mestu skiptir, að koma böndum á vitsmuni mannsins, þann hluta frumkraftsins sem býr innra með honum og færa mun hann á æðra tilverustig, þróa hann áfram, nái hann að fanga aðra hluta hans í náttúrunni. Hinn andlegi sköpunarkraftur og orkan sem getur knúið áburðarverksmiðjur eru þannig eitt og sama aflið í „Dettifossi“ Einars. Þetta er ekki annars vegar kraftur andans og hins vegar kraftur efn- isins heldur hinn eini frumkraftur lífsins. Út frá því verður erfitt að fallast á að rétt sé að ganga út frá því að tvíhyggja í ströngum skilningi geti alltaf átt við um skáldskap Einars. En lífið er háð efninu og efnið verður ekki lifandi nema fyrir tilstilli þessa afls; það þarf hvort tveggja til að líf myndist. Takist mönnum að öðlast stjórn á þessum margslungna mætti munu þeir fá kjarna tilverunnar í sínar hendur: Syng, Dettifoss. Syng hátt mót himins sól. Skín, hátign ljóss, á skuggans veldisstól. Og kný minn huga, gnýr, til ljóða, er lifa, um leik þess mesta krafts, er fold vor ól. Lát snerta andann djúpt þinn mikla mátt, sem megnar klettinn hels af ró að bifa. Ég veit, ég finn við óms þíns undraslátt má efla mannleg hjörtu. […] […] Hve mætti bæta lands og lýðs vors kjör að leggja á bogastreng þinn kraftsins ör, – að nota máttinn rétt í hrapsins hæðum, svo hafinn yrði í veldi fallsins skör. […] Hér mætti leiða líf úr dauðans örk og ljósið tendra í húmsins eyðimörk við hjartaslög þíns afls í segulæðum. –42
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.