Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2018, Blaðsíða 82

Andvari - 01.01.2018, Blaðsíða 82
ANDVARI SJÁLFBÆRT FÓLK? 81 verða langlíf. Búskapur Bjarts í Urðarseli byrjar að öðru leyti eins og bú- skapurinn í Sumarhúsum með úttekt hjá Kaupfélaginu sem Bjartur fær út á nafn tengdamóður sinnar, sjálfur telst hann ekki borgunarmaður fyrir svo miklu sem rúgmélslúku. Von sögunnar, ef einhver er, felst í sonum Bjarts, Guðmundi sem hann skilur eftir í þorpinu meðal verkfallsmanna og Nonna sem flyst til Ameríku. Búskapur Bjarts í Urðarseli er á hinn bóginn dauð- anum merktur, þar er enga von að finna, enda er Bjartur enn fastur í neti þess kerfis sem hefur kúgað hann alla tíð. Að lokum Svarið við spurningunni sem borin er upp í titli þessarar greinar er augljós- lega neikvætt. Líf fólksins í Sumarhúsum verður aldrei sjálfbært, og það er ekki líf sem lifað er í samræmi við náttúruna nema að mjög litlu leyti. Bjartur er fullkomlega blindur á náttúruna sem hann lifir í, fyrir honum er hún óskiljanleg nema sem gjaldmiðill – hann tengist henni ekki heldur berst við hana. Niðurstaðan verður því sú að þegar kemur að „bændaspurs- málinu“ og afstöðu Halldórs og Hamsuns til þess þá þurfum við kannski að endurstilla svörin aðeins og kannski eru þessir höfuðandstæðingar nær hvor öðrum en áður hefur verið talið. Niðurstaða Hamsuns í Gróðri jarðar er sú, ef við fylgjum nýjasta lestri Wærps og Mortensens, að sjálfbær landbún- aður með skynsamlegri nýtingu véltækni og áherslu á nærumhverfið geti verið leiðin fram á við, jafnvel í dag. Niðurstaða Halldórs í Sjálfstæðu fólki er að landbúnaður að hætti Bjarts í Sumarhúsum sé dauðadæmdur. Hann er dauðadæmdur vegna þess að hann mun aldrei gera fólk sjálfstætt, en kannski er hann líka dauðadæmdur vegna þess að hann kemur í veg fyrir að það geti nokkurn tíma orðið sjálfbært. TILVÍSANIR 1 Sjá t.d. viðtal við Þorleif Örn Arnarsson leikstjóra: „Sjálfstætt fólk er algerlega hræðileg saga“, http://www.visir.is/g/2014708289913. Sjá einnig frásögn af málþingi þar sem Þorleifur setti fram svipaðar skoðanir: „Barnaníðingurinn Bjartur í Sumarhúsum“, http:// www.visir.is/g/2014141129957. Um Bjart og hetjuhugtakið sjá: Vésteinn Ólason, 1992. 2 Boasson, 2012. 3 Wærp, 2011, 177. But with the current rise of new ideas about local markets, susistence farming, organic food, and dwelling in the landscape – combined with a critique of glo- balisation – the book might be read in a more positive light, as an environmental novel. 4 Mortensen, 2009, 3. I find that contemporary land and life reformers conflicted bids to map out such „alternetive modernities“ are mirrored in Growth of the Soil‘s meditation between hypermodernity and primitivism, its fraught negotiations with modern mach-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.