Andvari - 01.01.2018, Blaðsíða 82
ANDVARI SJÁLFBÆRT FÓLK? 81
verða langlíf. Búskapur Bjarts í Urðarseli byrjar að öðru leyti eins og bú-
skapurinn í Sumarhúsum með úttekt hjá Kaupfélaginu sem Bjartur fær út á
nafn tengdamóður sinnar, sjálfur telst hann ekki borgunarmaður fyrir svo
miklu sem rúgmélslúku. Von sögunnar, ef einhver er, felst í sonum Bjarts,
Guðmundi sem hann skilur eftir í þorpinu meðal verkfallsmanna og Nonna
sem flyst til Ameríku. Búskapur Bjarts í Urðarseli er á hinn bóginn dauð-
anum merktur, þar er enga von að finna, enda er Bjartur enn fastur í neti
þess kerfis sem hefur kúgað hann alla tíð.
Að lokum
Svarið við spurningunni sem borin er upp í titli þessarar greinar er augljós-
lega neikvætt. Líf fólksins í Sumarhúsum verður aldrei sjálfbært, og það
er ekki líf sem lifað er í samræmi við náttúruna nema að mjög litlu leyti.
Bjartur er fullkomlega blindur á náttúruna sem hann lifir í, fyrir honum
er hún óskiljanleg nema sem gjaldmiðill – hann tengist henni ekki heldur
berst við hana. Niðurstaðan verður því sú að þegar kemur að „bændaspurs-
málinu“ og afstöðu Halldórs og Hamsuns til þess þá þurfum við kannski að
endurstilla svörin aðeins og kannski eru þessir höfuðandstæðingar nær hvor
öðrum en áður hefur verið talið. Niðurstaða Hamsuns í Gróðri jarðar er sú,
ef við fylgjum nýjasta lestri Wærps og Mortensens, að sjálfbær landbún-
aður með skynsamlegri nýtingu véltækni og áherslu á nærumhverfið geti
verið leiðin fram á við, jafnvel í dag. Niðurstaða Halldórs í Sjálfstæðu fólki
er að landbúnaður að hætti Bjarts í Sumarhúsum sé dauðadæmdur. Hann er
dauðadæmdur vegna þess að hann mun aldrei gera fólk sjálfstætt, en kannski
er hann líka dauðadæmdur vegna þess að hann kemur í veg fyrir að það geti
nokkurn tíma orðið sjálfbært.
TILVÍSANIR
1 Sjá t.d. viðtal við Þorleif Örn Arnarsson leikstjóra: „Sjálfstætt fólk er algerlega hræðileg
saga“, http://www.visir.is/g/2014708289913. Sjá einnig frásögn af málþingi þar sem
Þorleifur setti fram svipaðar skoðanir: „Barnaníðingurinn Bjartur í Sumarhúsum“, http://
www.visir.is/g/2014141129957. Um Bjart og hetjuhugtakið sjá: Vésteinn Ólason, 1992.
2 Boasson, 2012.
3 Wærp, 2011, 177. But with the current rise of new ideas about local markets, susistence
farming, organic food, and dwelling in the landscape – combined with a critique of glo-
balisation – the book might be read in a more positive light, as an environmental novel.
4 Mortensen, 2009, 3. I find that contemporary land and life reformers conflicted bids to
map out such „alternetive modernities“ are mirrored in Growth of the Soil‘s meditation
between hypermodernity and primitivism, its fraught negotiations with modern mach-