Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2018, Page 87

Andvari - 01.01.2018, Page 87
86 JÓN SIGURÐSSON ANDVARI Þorsteinn lýsir hugsunum föður hennar, Herra Brynjólfs biskups Sveinssonar: Hann hafði ekki séð það, en sá það í dag, það sagði hvert einasta sporið, að Ragnheiður hefði þann höfðingjabrag, að hún gæti kórónu borið. Hún bar þetta mannsbragð, sem mest ríður á, og móður hans herðar og vanga. Hann var ekki á alþýðu svipurinn sá, og svo mundi kóngsdóttir ganga. (44) II ,,Með því svo er tilfallið sem fallið er, hvað guð náði og forbetri...“. Með þessum orðum hefst vottorð þriggja klerka, dagsett 19. febrúar 1662, um barnsburð Ragnheiðar Brynjólfsdóttur fjórum dögum áður, 15. febrúar 1662 (Brynjólfur 1942:128). Þegar Herra Brynjólfi biskupi Sveinsyni, föður henn- ar, var sagt frá þessu þagði hann við og fór síðan með orð sem gríski sagna- ritarinn Heródótos hafði eftir Psammetikusi Egyptalandskonungi, á 6. öld f.Kr., þegar honum var sagt að dóttur hans hefði verið kastað fyrir krókódíla í Nílarfljóti: ,,Mala domestica maiora sunt lacrymis“: Fjölskyldusorgir eru þyngri en tárum taki (Jón H. 1903:292. Jón E. 1828:30). Ragnheiður Brynjólfsdóttir, einkadóttir þessa siðavanda og stranga kirkju- höfðingja, sór sem framar segir opinberlega heilagan eið í Skálholtsdómkirkju 11. maí 1661, 19 ára gömul, að hún hefði ekki karlmanns kennt (Brynjólfur 1942:123-124). Og rúmum níu mánuðum síðar ól hún son utan hjónabands. Kynslóðum saman hafa menn, konur sem karlar, spurt: Hvað var kirkj- an eiginlega að skipta sér af slíku máli? Kunna menn einhver fyrirmæli frá Jesú Kristi sem skýri slík afskipti? Menn þekkja auðvitað ákvæði lög- málsins, en fagnaðarerindi Frelsarans átti að leysa undan hörðum viðjum þess – eða hvað? Ástæða er til að minnast þess sem Frelsarinn sagði um bersyndugu konuna: ,,Hinar mörgu syndir hennar eru fyrirgefnar enda elsk- ar hún mikið.“ Og síðan segir hann beint við hana: ,,Syndir þínar eru fyrir- gefnar.“ (Lúk.7,39) Um konu sem átti að grýta fyrir hórdóm sagði Kristur: ,,Sá ykkar sem syndlaus er kasti fyrstur steini á hana.“ Og síðan sagði hann við hana: ,,Ég sakfelli þig ekki heldur.“ (Jhs.8,4) Hvers konar afskipti voru þetta þá eiginlega? Hvaða athæfi var þetta? Dómkirkjan og sjálfur faðir ungu konunnar standa yfir henni með umvönd- un og ásökun. Kirkju og kristni hefur verið álasað fyrir þessa atburði, beint og óbeint.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.