Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2018, Side 89

Andvari - 01.01.2018, Side 89
88 JÓN SIGURÐSSON ANDVARI þeirra í þessari sögu, frænka Brynjólfs biskups, og hjálparhella Ragnheiðar. Að öðru leyti voru konur aukaverur sem gegndu því hlutverki að ala börn, sjá um börn og sjúka, vinna húsverk, aðstoða og bera körlum fæði. Og yfir- stéttarmæður áttu að tryggja erfingja, arf og eignir, jarðir og valdastöður (Helgi 2003:136-141). Mörg dæmi voru kunn um karla sem ,,sáðu út og niður“ en ekkert varð sannað og fljótt fundinn staðgengill, svokallaður leppur. Konan bar aftur á móti allar sönnur í sér sjálfri, og hún var sjálf, þegar svo bar undir, aðgöngu- leið barnsins að erfðum, eignum, frama og samfélagsstöðu. Ungar hefðar- meyjar voru sátta- og sameiningarmiðill í óaflátanlegu valdatafli höfðingja- ættanna. Leikir og stöður í þessu tafli réðu úrslitum um forystu, völd og auð. Þess vegna sættu ungar konur, sérstaklega af yfirstétt, stöðugu eftirliti og stjórnun og mikil rekistefna var um meydóm þeirra og um ráðahag síðan. Skyldmennagiftingar voru almenn regla meðal höfðingja en ekki undantekn- ing og studdar sérstökum konunglegum leyfisbréfum. Allir óttuðust ómegð, en efnafólk óttaðist líka samfélagshrösun, eignasundrun og deilur um erfðir. Efnahags- og framleiðslugrundvelli þessa tíma voru skýrar skorður settar. Með það í huga má meta að ekkert af þessum siðareglum var einfaldlega geðþótti eða grimmd fámennrar yfirstéttar. Tíður barnadauði í öllum stétt- um hafði reyndar áhrif á afstöðu manna til barneigna, en fjölgun í heimili var þó mikið alvörumál, líka meðal höfðingja. Allar kynslóðir höfðu sína reynslu af bjargarskorti og hallærum. Erfðir og heiður voru líka brennandi alvörumál í þessu samfélagi. III Ástir þeirra Ragnheiðar biskupsdóttur og séra Daða Halldórssonar voru í almæli á biskupssetrinu, og þau fóru hvorugt dult með þetta þegar barn- ið var fætt. Hér þurfti því enginn prestur að gegna þeirri starfsskyldu að finna lepp. En hér var margþættur veraldlegur og jarðneskur vandi kom- inn upp. Dómkirkjupresturinn hafði gerst brotlegur um sama brot um þetta sama leyti (Guðmundur 1929:46. Þórhallur 1973:100). Og sjálfur átti Daði tvíbura með annarri konu utan hjónabands (Jón H. 1903:292. Jón E. 1828:29. Þórhallur 1973:101). Daði, fæddur 1636 og fimm árum eldri en Ragnheiður, var þetta alkunna algera eftirlæti biskupsins sem alltaf fékk náð og fyrir- gefningu biskups (Páll 1948:301). Hann fékk ævinlega uppfylltar óskir sínar um alla hluti stóra og smáa svo að allir sáu til á Skálholtsstað. Að lesanda heimildanna læðist sá grunur að Daða hafi verið spillt með eftirlætinu. Til marks um þetta var að biskup hafði trúað Daða fyrir einkafræðslu Ragnheiðar dóttur sinnar. Og Daði heldur störfum áfram eftir að Ragnheiður
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.