Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2018, Side 91

Andvari - 01.01.2018, Side 91
90 JÓN SIGURÐSSON ANDVARI Fæðingar í yfirstéttarfjölskyldum voru mikið alvörumál. Eigin jarðeignir voru auðvitað erfðamál sem réðu úrslitum um stöðu ætta og einstaklinga. Umboð yfir eignum konungs og kirkju voru tengd erfðum og einkahygli, og sama átti við um embættisframa. Staða yfirstéttarkvenna markaðist af þessu. Á þessum sömu árum sóru þannig nokkrar aðrar yfirstéttarkonur eiða eins og Ragnheiður, að ekki séu nefndir þeir klerkar sem misstu hempuna á þessum tíma (Brynjólfur 1942:67, 93, 264-269. Alþingisbók 1661:655, 658. Alþb. 1662:701. Alþb. 1663:27. Helgi 2003:347-351). Fræðimenn hafa jafnan gefið því verðugan gaum hvílíkur lærdómsmaður Herra Brynjólfur biskup Sveinsson var. En aðrir þættir skipta ekki síður máli. Í föðurætt var hann kominn af góðum klerkum og lögmönnum. Og hann var ættarlaukur Svalberðinga í móðurkyn. Jón Magnússon á Svalbarði var langafi hans og Ragnheiður á rauðum sokkum langamma. Staðarhóls-Páll var afi hans. Herra Jón biskup Arason langalangafi hans. Hann var í beinan karllegg kominn af Lofti ríka og Ólöfu ríku að Skarði. Margrét biskupsfrú Halldórsdóttir var líka af lögmönnum komin og afkomandi Jóns Arasonar (Jón H. 1903:222. Páll 1942:123. Páll 1948:286-287). Og Jón Magnússon var líka langalangafi Margrétar. Í stéttskiptu ættasamfélagi þessa tíma stóð Herra Brynjólfur á hæsta þrepi. Vísi-Gísli Magnússon sýslumaður gerði á þessum sama tíma tillögu um að þrjár ættir, þar á meðal Svalbarðsætt, fengju formleg aðalsréttindi á Íslandi (Gísli 1939. Jakob 1939). Miðað við mannfjölda og samanborið við Noreg er þetta mjög ríkulega boðið, en aðall varð ekki formleg staða á Íslandi og formleg aðalsbréf til Íslendinga urðu líklega ekki fleiri en fimm talsins alls (Jón S. 2013: 162-163). Nefndar eru Svalbarðsætt, Skarðsætt, Árnaætt, Klofaætt, Þórðarætt, Gíslungar, svo og afkomendur Hannesar Eggertssonar og afkomendur séra Einars í Heydölum. Og allar þessar ættir voru náskyldar innbyrðis, eins og títt var um höfðingja í öllum löndum (Helgi 2003: 237- 248; 267). Niðjar Herra Jóns Arasonar héldu óskertri ættstéttarstöðu, þrátt fyrir líflát hans og tveggja sona. Og Jón var engan veginn eini kaþólski biskupinn sem átti börn, og sjálfur ekki munkvígður. Gottskálk biskup Nikulásson var and- legur faðir Jóns, ól hann upp til frama og valda og mótaði Jón ungan mann að verulegu leyti. Miklar ættir hérlendis eru líka komnar út af Gottskálki, en hann var norskur aðalsmaður, 9. maður frá Hákoni gamla, en Margrét drottning Skúladóttir var 15. maður frá Karli mikla keisara (sjá aths. um ættir aftast). - Rétt er og að minnast þess að þrír páfar í Róm á fyrri hluta 16. aldar áttu börn svo að samtími vissi til. Eins og á stóð var mikið undir því komið hvað um Ragnheiði kynni að verða, hverjum hún yrði gefin og hvernig til tækist um það allt. Hún var elst og Halldór bróðir hennar á milli vita, en nokkru síðar fór hann reyndar til
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.