Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2018, Side 99

Andvari - 01.01.2018, Side 99
98 SVEINN EINARSSON ANDVARI bæjarfógeti þar og Soffía Franziska, eins og hún hét fullu nafni, ólst þannig upp nyrðra. Móðirin var sænsk, en áhugi á list og hæfileikar voru í báðum ættum; Guðlaugur hafði á stúdentsárum staðið fyrir Molière-sýningum í Glasgow í Reykjavík og sonur hans, Guðmundur, sýndi snemma leikstjórn- arhæfileika hjá Leikfélagi Akureyrar hinu eldra, en illu heilli dó hann ungur. Móðirin, Olivia, var náskyld sjálfri Gretu Garbo. Soffía steig fyrst á leiksvið nyrðra, en frumraun hennar telst eftir að hún var komin til Reykjavíkur; þá lék hún ungu dótturina, Þórdísi, í Syndum annara eftir Einar H. Kvaran 1917. Þetta var á talsverðu breytingaskeiði hjá Leikfélagi Reykjavíkur; eldri leikararnir, frumherjarnir, voru nú að hverfa af sviðinu hver af öðrum, en er leið á þriðja áratuginn var með örfáum undan- tekningum komin fram ný kynslóð á sviðinu í Iðnó. Flestir þessara ungu leikara urðu að læra sitt fag á sviðinu sjálfu, líkt og forverarnir og sem reynd- ar víða erlendis tíðkaðist, til dæmis í Noregi, en þetta er þó sá tími, þegar æ háværari gerast kröfur um formlegt nám í þjónustu Thaliu. Það er verið að steypa upp heilt þjóðleikhús – og þar eiga að starfa fullgildir listamenn. Þó að Stefanía Guðmundsdóttir og Guðrún Indriðadóttir hefðu lagt sér til óformlegt nám í Kaupmannahöfn um skeið – og reyndar fleiri leikaranna – þá var ný hugmynd fædd: að ganga á skóla Konunglega leikhússins. Hann varð að veruleika, þegar Haraldur Björnsson og Anna Borg brutu ísinn og lærðu til leiklistar um miðbik þriðja áratugarins. Ljóst er að hugur fleiri hinna ungu leikaraefna stefndi þangað, en um sinn var því ekki að heilsa. Soffía lærði sína listgrein á sviðinu sjálfu. Reyndar mun hún hafa notið tilsagnar Stefaníu Guðmundsdóttur og er heimildarmað- ur greinarhöfundar Geir Borg, sonur frú Stefaníu. Sjálfri var Soffíu síðan alla tíð mjög annt um skólun ungra leikara, ekki síst í framsögn og með- ferð íslensks máls, og rak um skeið eigin leiklistarskóla á árunum fyrir og kringum 1940. Syndir annara er eitt fyrsta Reykjavíkurleikritið og meðal aðalpersónanna eru yfirdómslögmaður og ritstjóri. Þó að pólitík eins og afsal landsréttinda komi fyrir í leiknum er inntak hans þó fyrst og fremst siðferðilegs eðlis; þarna birtist fyrirgefningarkenning Einars Hjörleifssonar Kvarans skýrt. Þórdís er eitt af minni hlutverkunum, ung og óhrædd Reykjavíkurstúlka, frjáls og kreddulaus og tilbúin að taka við landi sem er á mörkum fullveldis. Ljóst er að Soffía þótti þegar standa sig svo vel, að henni eru óðar boðin tvö önnur hlutverk það sama leikár! Hún leikur þá eina álfameyna, Ljósbjörtu í Nýársnótt Indriða Einarssonar, sem alltaf skaut upp kollinum á þessum árum, og svo leikur hún í Ókunna manninum eftir Jerome K. Jerome, sem var nokkuð annars konar leikur en landlægir höfðu verið í Iðnó: spennuleikur með heimspekilegu ívafi. Í blaðaviðtali í Morgunblaðinu á tuttugu ára leikafmæli frú Soffíu, 1937,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.