Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2018, Side 106

Andvari - 01.01.2018, Side 106
ANDVARI SOFFÍA GUÐLAUGSDÓTTIR LEIKKONA 105 byr; Soffía átti sinn þátt í þeirri siglingu. En nú gerðust sviptivindar og stóð Soffía þar einnig í miðju vinda. Hún mun eins og fleiri af leikurunum hafa haft hug á að leita sér náms erlendis til að slípa list sína. Hennar val var að fara til Kaupmannahafnar og stunda þar óformlegt nám hjá þeim Íslendingi sem þá hafði mesta reynslu af leiklist á atvinnumennskugrundvelli, leik- skáldinu og leikstjóranum Guðmundi Kamban. Tókst með þeim góð vinátta að ekki sé meira sagt, en hjónaband hennar og Ágústs Kvarans var þá í upp- námi. Þetta varð hið fræga „Kambansmál“. Í stuttu máli sagt bauðst Kamban, sem þá hafði ekkert fast í hendi í Kaupmannahöfn, að koma og setja upp með Leikfélaginu ein tvö-þrjú leikrit vorið 1927, þar af að minnsta kosti tvö verka sinna og annað þeirra ósýnt. Boð þetta kom með stuttum fyrirvara, stjórn Leikfélagsins hafði gert aðra bindandi samninga og gekk ekki saman með skáldinu og leikhópnum við Tjörnina; trúlega hefði saga Leikfélagsins og saga Kambans orðið önnur ef sættir hefðu náðst. Niðurstaðan varð sú, að Kamban stofnaði eigin flokk til að standa undir sýningum á tveimur verka sinna, Vér morðingjar, sem hér hafði þegar verið leikið og víða um Norðurlönd, og Sendiherrans frá Júpíter sem ekki hafði fengist sýndur í Kaupmannahöfn. Í hópi leikenda var Soffía auðvitað í farar- broddi, lék Normu í fyrri leiknum, en komtessuna í hinum síðari. Þó að skiptar skoðanir væru um leik Kambans sjálfs, en hann lék aðalkarlhlut- verkin í báðum verkunum, bar mönnum saman um fagmennsku hans í svið- setningunni og að samfelldari væri svipurinn á leiknum en menn hefðu átt að venjast. V Á næstu árum gekk á deilum um starf Leikfélagsins og lá um skeið við að það legði upp laupana. Þeir sem stóðu að gagnrýninni voru Kamban, Haraldur Björnsson, þá nýkominn heim, og ýmsir fleiri, en aðrir vörðu heimamenn. Að baki deilnanna lá auðvitað krafan um atvinnumennsku, skólun, að geta helgað sig list sinni alfarið og við blasti nýuppsteypt Þjóðleikhús, sem þing- ið hafði samþykkt að byggja 1923 sem áþreifanleg storkun. Á hinn bóginn var bent á það fórnfúsa starf sem unnið hafði verið í Iðnó við erfið skilyrði og án þess hefði engin marktæk leiklist fyrirfundist í landinu. Í kjölfar þessara átaka sagði Soffía skilið við félaga sína í Iðnó, hélt aftur utan haustið 1927 í þeirri von, að Kamban og aðrir vinir hennar myndu geta stutt hana til að komast áfram í útlöndum. Er sú saga öll rakin í bréfum sem nú eru í umsjá Leikminjasafns Íslands. Það var ekki svo fráleit hugmynd, því að þetta var tími þöglu myndanna og fordæmi voru til slíks. Hún leitaði
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.