Andvari - 01.01.2018, Qupperneq 107
106 SVEINN EINARSSON ANDVARI
einnig fyrir sér í Noregi. Þessi för varð hálfgerð skipbrotsferð, Kamban lá
veikur og hugsjúkur og hafði ekki þau tök sem hann hafði vonast til; hann
sagði heldur ekki skilið við konu sína, Agnete. Greinarhöfundur hefur stund-
um velt því fyrir sér, hvort þessir atburðir hafi ekki sett sinn svip á allan feril
Soffíu síðar; Lárus Sigurbjörnsson dró eitt sinn upp næmlega andlitsmynd af
listakonunni í Eimreiðinni og kallaði hinn brákaða reyr.
En upp úr þessum deilum öllum varð til hið svokallaða Ábyrgðarmanna-
félag, sem fleytti Leikfélaginu yfir erfiðustu ár kreppunnar. Ekki gekk það
að vísu átakalaust og jafnvel svo að aðalleikkonan, Soffía Guðlaugsdóttir,
varð viðskila við leikflokkinn við Tjörnina oftar en einu sinni. Hún lék að
vísu nokkur stór hlutverk á árunum 1928-30 og staðfesti enn orðstír sinn á
svið inu, Áslaugu álfkonu í Nýársnóttunni, Agnete Forsberg á móti Haraldi
Björnssyni í Þeim sterkasta eftir Karen Bramsen, verki sem Poul Reumert,
eiginmaður Önnu Borg, hafði leikið í París, og svo Elmire í síðari þáttum
af Tartuffe á móti sjálfum Reumert sem kom í gestaleik með verðandi konu
sinni 1929. Þá lék hún aftur Helgu í Klofa í Lénharði fógeta, en þar var reisn
hennar við brugðið („mun ekki líða áhorfendum fljótt úr minni“, sagði eitt
blaðanna), Úlrikku í Kinnarhvolssystrum, gamalt glanshlutverk frú Stefaníu
og þótti sumum þá nóg leikið af því verki. Og sitthvað fleira.
En svo verða einhvers konar vinslit. Í dagbókum Haralds Björnssonar sem
varðveittar eru í Þjóðarbókhlöðu kemur fram að gengið hefur á ýmsu bakvið
tjöldin og að hin metnaðarfulla og skapmikla listakona er stundum óstýrilát.
En hún er ekki ein um það.
Svo kemur tvegga ára hlé og hún rær ein á báti, og leikur m.a. með eigin
leikflokki Nóru í Brúðuheimili Ibsens, hlutverk sem kannski hæfði henni
alls kostar og svo Fröken Júlíu aftur, eins og áður segir. Það var af því tilefni
sem Halldór Kiljan Laxness skrifaði í Alþýðublaðið (8. mars 1932):
Nú leikur frú Soffía Guðlaugsdóttir þetta hlutverk hér úti á Íslandi eins og þar væri
bara algengur kvenmaður með nokkurn veginn venjulegu – og ekki neitt sérlega
óheilbrigðu ástríðulífi og engum virðist finnast neitt út á það að setja – heldur snýst
harmur áhorfendanna einkum um það, að hún skuli sjálf að morgni þurfa að súpa
seyðið af þessari skemmtilegu jónsmessunótt, – með öðrum orðum, að hún skuli
ekki vera orðin nógu „emenciperuð“, nógu frí af sér, nógu úrkynjuð, nógu spilt, – í
einu orði nógu samræm hinu hversdaglega, eins og vér þekkjum það úr nútímanum,
sem snúið hefir allri þessari spillingu upp í venjulegan gang lífsins. Mér dettur ekki
eitt augnablik í hug, að efast um, að þessi skilningur frú Soffíu Guðlaugsdóttur sé
réttur.
Tímarnir hafa sem sagt breyst býsna skjótt.
En nú skipast veður í lofti þannig, að hún tekur að sér hlutverk Steinunnar
í Galdra-Lofti á móti Indriða Waage í leikstjórn Haralds Björnssonar