Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.2018, Qupperneq 107

Andvari - 01.01.2018, Qupperneq 107
106 SVEINN EINARSSON ANDVARI einnig fyrir sér í Noregi. Þessi för varð hálfgerð skipbrotsferð, Kamban lá veikur og hugsjúkur og hafði ekki þau tök sem hann hafði vonast til; hann sagði heldur ekki skilið við konu sína, Agnete. Greinarhöfundur hefur stund- um velt því fyrir sér, hvort þessir atburðir hafi ekki sett sinn svip á allan feril Soffíu síðar; Lárus Sigurbjörnsson dró eitt sinn upp næmlega andlitsmynd af listakonunni í Eimreiðinni og kallaði hinn brákaða reyr. En upp úr þessum deilum öllum varð til hið svokallaða Ábyrgðarmanna- félag, sem fleytti Leikfélaginu yfir erfiðustu ár kreppunnar. Ekki gekk það að vísu átakalaust og jafnvel svo að aðalleikkonan, Soffía Guðlaugsdóttir, varð viðskila við leikflokkinn við Tjörnina oftar en einu sinni. Hún lék að vísu nokkur stór hlutverk á árunum 1928-30 og staðfesti enn orðstír sinn á svið inu, Áslaugu álfkonu í Nýársnóttunni, Agnete Forsberg á móti Haraldi Björnssyni í Þeim sterkasta eftir Karen Bramsen, verki sem Poul Reumert, eiginmaður Önnu Borg, hafði leikið í París, og svo Elmire í síðari þáttum af Tartuffe á móti sjálfum Reumert sem kom í gestaleik með verðandi konu sinni 1929. Þá lék hún aftur Helgu í Klofa í Lénharði fógeta, en þar var reisn hennar við brugðið („mun ekki líða áhorfendum fljótt úr minni“, sagði eitt blaðanna), Úlrikku í Kinnarhvolssystrum, gamalt glanshlutverk frú Stefaníu og þótti sumum þá nóg leikið af því verki. Og sitthvað fleira. En svo verða einhvers konar vinslit. Í dagbókum Haralds Björnssonar sem varðveittar eru í Þjóðarbókhlöðu kemur fram að gengið hefur á ýmsu bakvið tjöldin og að hin metnaðarfulla og skapmikla listakona er stundum óstýrilát. En hún er ekki ein um það. Svo kemur tvegga ára hlé og hún rær ein á báti, og leikur m.a. með eigin leikflokki Nóru í Brúðuheimili Ibsens, hlutverk sem kannski hæfði henni alls kostar og svo Fröken Júlíu aftur, eins og áður segir. Það var af því tilefni sem Halldór Kiljan Laxness skrifaði í Alþýðublaðið (8. mars 1932): Nú leikur frú Soffía Guðlaugsdóttir þetta hlutverk hér úti á Íslandi eins og þar væri bara algengur kvenmaður með nokkurn veginn venjulegu – og ekki neitt sérlega óheilbrigðu ástríðulífi og engum virðist finnast neitt út á það að setja – heldur snýst harmur áhorfendanna einkum um það, að hún skuli sjálf að morgni þurfa að súpa seyðið af þessari skemmtilegu jónsmessunótt, – með öðrum orðum, að hún skuli ekki vera orðin nógu „emenciperuð“, nógu frí af sér, nógu úrkynjuð, nógu spilt, – í einu orði nógu samræm hinu hversdaglega, eins og vér þekkjum það úr nútímanum, sem snúið hefir allri þessari spillingu upp í venjulegan gang lífsins. Mér dettur ekki eitt augnablik í hug, að efast um, að þessi skilningur frú Soffíu Guðlaugsdóttur sé réttur. Tímarnir hafa sem sagt breyst býsna skjótt. En nú skipast veður í lofti þannig, að hún tekur að sér hlutverk Steinunnar í Galdra-Lofti á móti Indriða Waage í leikstjórn Haralds Björnssonar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.