Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.2018, Qupperneq 108

Andvari - 01.01.2018, Qupperneq 108
ANDVARI SOFFÍA GUÐLAUGSDÓTTIR LEIKKONA 107 haustið 1933. Af því tilefni ritar Kristján Albertsson eftirfarandi lýsingu í Morgunblaðið: Steinunn er önnur höfuðpersóna leikritsins, og engu tilkomuminni lýsing en Galdra-Loftur. Eðlisfar beggja jafn-voldugt og djúpt, en tilfinningalíf hennar jafn-óbrotið og hans er fjölþætt. Hún er öll í ást sinni, hana varðar ekki neitt nema um manninn, sem hún elskar. Hún hatar bækurnar hans, alt , sem dregur hug hans frá henni, elskar, ekki gáfur hans, ekki framgirni hans, aðeins hann sjálfan, karlmanninn, sem hún hefur gefizt, sem hefur vakið ástríður hennar, og hún ann honum jafnheitt hvernig sem hann reynist henni. Hún býr yfir blíðu en líka miskunnarleysi konunnar, berst með öllum hennar ráðum til þess að halda elskhuga sínum, biður hann, lokkar hann, auðmýkir sig, særir hann, hótar honum, umhverfist í óargadýr, reiðubúin að knosa hann með hramminum, heldur en að missa af bráð sinni. Og þegar móðurinn rennur af henni, og hún skilur að hún fær aldrei framar að njóta hans, þá mildast hugur hennar, í sorg og örvæntingu, og hún gengur í dauðann með þeirri hugsun, að þegar valurinn komi inn að hjarta rjúpunnar, finni hann að þau eru systkin, og kannski sé dauði hennar það eina sem geti komið Lofti til að hugsa til hennar með hlýju...Soffía Guðlaugsdóttir lék Steinunni ekki alls staðar náttúrulega, en því betur sem meira á reyndi. Hún gerir upp sakirnar við Loft af hatrömmu ástríðumagni. Ef til vill hefur hún aldrei fyrr náð slíkum tökum á áhorfendum, sem í lok annars þáttar, þegar Loftur hefur svikið hana, og hún gefur sig örvæntingunni á vald, yfirbuguð, helsærð, starir niður í djúp sinnar eigin glötunar og skelfur af gráti. Fögnuður áhorfenda var með mesta móti. VI Árið eftir lék Soffía annað stórhlutverk og var ausin lofi. Það var í frum- smíð Halldórs Laxness fyrir leiksviðið, Straumrofi, í leikstjórn Gunnars R. Hansen sem það ár var fastráðinn leikstjóri L.R. „Bestu leikhæfileikar þess- arar góðu leikkonu nutu sín vel í þessu hlutverki,“ segir í sex dálka umsögn í Alþýðublaðinu 5. des. 1934. Gæa Kaldan er þarna enn ein kvenlýsingin sem býður haminni vanahugsun byrginn og semur sínar eigin siðareglur af hispurslausri dirfsku. Soffía þótti bera af öðrum leikendum í þessum leik, sem þótti settur upp með „nýtískublæ á mjög stíliseruðu leiksviði“ og vakti meira umtal en aðsókn. Aftur varð hlé á starfi frú Soffíu fyrir Leikfélagið og þá stofnaði hún leikflokk með Haraldi Björnssyni sem fór í leikför með Syndir annara eftir Kvaran, leikinn sem hún hafi þreytt frumraun sína í. Nú lék hún hlutverk Guðrúnar og kvað eitt blaðið að það yrði vart betur gert. Alþekkt er óþol leikara ef þeir hafa ekki nóg fyrir stafni í list sinni. En nú var að opnast nýr miðill: útvarpsleikhúsið. Soffía Guðlaugsdóttir og Haraldur Björnsson voru meðal þeirra fyrstu sem gerðu sér grein fyrir hver bylting
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.