Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2018, Side 121

Andvari - 01.01.2018, Side 121
120 KJARTAN MÁR ÓMARSSON ANDVARI vel fyrir Alþingishúsið stóra – í öllu falli verða þar reistar stærri byggingar með tímanum““.27 Þar má sjá að Sigurður er farinn að hugsa, um miðbik 19. aldar, á sömu nótum og menn á þriðja áratug þeirrar tuttugustu, þegar hug- myndir voru uppi um háborgina.28 Segja mætti að bygging Skólavörðunnar hafi verið fyrsta skrefið í þúsund mílna leið Íslendinga í átt að kúltíveringu. En ef bygging hennar er tákn um framför og nýja tíma, þess sem koma skyldi, má einnig líta á hana sem enda- punktinn á eldra skeiði. Líta má á nafnabreytingu holtsins sem minnst var á hér að framan sem táknræna fyrir straumhvörf í hugsunarhætti borgaranna. Benda má á sambærilegt dæmi á landsvísu. Í upphafi þriðja áratugarins birt- ist grein í Eimreiðinni þar sem því var haldið fram að Ísland væri „ljótt, óhrjálegt nafn, sem hefir stórspillt hugmyndum manna úti um heim á land- inu“ og væri aðalorsök þess að „Íslendingar væru haldnir Skrælingjar“.29 Ritari greinarinnar, Þorsteinn Björnsson, leggur til að nafni landsins verði breytt í Sól-ey [þ]ví sú ótrú, sem legið hefir á landinu frá landsbúum sjálfum, á furðulega sterka rót í nafninu, þótt fæstir geri sér máske grein fyrir því. Gagnið er þetta: hráslaga-myndin gamla breytist í aðra fegurri og bjartari, utanlands og innan.30 Það er langt í frá léttvæg breyting sem á sér stað þegar kennileiti í hjarta bæjarins er nefnt upp á nýtt. Eins má það teljast merkilegt að það er ekki skipun að „ofan“ sem verður til þess. Skiptin eiga sér stað í einhvers konar lífrænu ferli í huglægu umhverfi íbúa, þar sem þeir endurskilgreina hápunkt bæjarins - undir hvaða flaggi þeir kjósa að sigla. Skýrt dæmi um hugsanleg vandkvæði slíkra nafnaskipta er tilraun bæjar- yfirvalda í Reykjavík til að breyta nafni Klambratúns í Miklatún á sínum tíma. Árið 1964 var ákveðið á fundi borgarráðs að breyta nafni Klambratúns sökum þess að nafnanefnd borgarinnar fannst víst nafnið „Klambratún full sveitó fyrir stórborgina Reykjavík“ vegna alls þess uppgangs sem þá var í borginni, því „stórborgarbragur hafi verið að færast yfir borgina með mal- bikuðum götum og fleiru“.31 Það sem kom hins vegar í ljós var að ekki er nóg að fyrirskipa nafnabreytingar ef engin breyting verður á hugsunarhætti borgarbúa. Ekki er nóg að malbika götur og hætta að vera lummó, „rós er rós er rós“, hvað svo sem þú kallar hana.32 Nýja nafnið á túninu festist aldrei í sessi og svo fór að lokum að árið 2010 lagði þáverandi borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, fram tillögu þess efnis að nafnið Klambratún yrði formlega tekið upp á nýjan leik. Borgarráð samþykkti tillöguna einróma. Rökstuðningur borgarstjóra var ekki flóknari en svo að „nafnið hafi aldr- ei unnið sér sess í hugum borgarbúa sem hafi haldið áfram að kalla það Klambratún í daglegu tali“.33
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.