Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2018, Side 125

Andvari - 01.01.2018, Side 125
124 KJARTAN MÁR ÓMARSSON ANDVARI inn kom og kíkti í kistuna hennar.51 Í upphafi árs 1915 eru hafnargerðarmenn við Reykjavíkurhöfn að taka efni í uppfyllingar austan úr Skólavörðuholtinu og þá verður dysin á vegi þeirra. Matthías Þórðarson fornminjavörður á leið hjá og sér í kistuenda standa fram úr mölinni þar sem verkamennirnir eru að höggva. Matthías kveikir á perunni og sækir sér liðsauka til þess að grafa upp kistuna. Tilgátan reyndist rétt, þetta var Steinunn og Matthías lætur í ljós áhuga sinn á að hreinsa bein hennar ef þau eru ekki of fúin og koma fyrir á safni.52 Steinkudys sem vafin var dulúð og þjóðsagnablæ, er tæmd og bein konunnar sem grafin var í ónáð og alfaraleið, svo hægt væri að henda í hana grjóti, sem sagðar voru af draugasögur til að hræða myrkfælna, áttu nú að vera til sýnis á safni ásamt annarri úreltri bábilju. Það er forvitnilegt að tengja tilfæringar beina Steinunnar við breytt hugs- unarmynstur í borginni - kraumandi framkvæmdavilja borgarinnar og þann framfarahug sem í mönnum bjó. Hins vegar er ekki síður fróðlegt að beina sjónum að miðbænum þar sem samsvarandi breytingar áttu sér stað. Sama ár og bein Steinunnar eru flutt neyðist borgarastéttin í Reykjavík, mennta- og athafnamenn, til þess að finna sjálfa sig upp á nýtt þar sem helsti samkomu- staður þeirra, og ein aðaltáknmynd, Hótel Reykjavík, brennur til kaldra kola. Í kjölfarið gekk steinsteypuöld í garð og miðbærinn fékk á sig nýja mynd, þar sem byggð var þéttari og stórborgarlegri. Það fer ekki hjá því að manni verði hugsað til áramótabrennanna þar sem gömlum syndum og illa séðum munum var kastað á bálið svo hægt væri að byrja nýtt ár með hreinan skjöld. Er til nokkur betri leið til þess að umskapa Reykjavík, og/eða sjálfan sig, í mynd nýrri tíma en að kveikja bara í öllu saman og byrja upp á nýtt? … ég lofa ljóst þín stræti Eftir að Arnarhólsholt varð að Skólavörðuholti, eftir að Skólavarðan hafði verið reist í þriðja sinn og eftir að búið var að tæma grafir sem geymdu vanhelg bein, skapaðist nokkurs konar millibilsástand á holtinu. Í umfjöll- un sinni um íslenskt menningar- og bæjarlíf á þessum tíma ritar Björn Th. Björnsson um nýja menningarþróun sem skapi togstreitu. Hann telur mann- inn hafa þörf fyrir að „samræma skynjun sína þeirri breytingu félagshátta sem er straumur tímans“.53 Reykjavík og íbúar hennar voru að vaxa úr grasi og þurftu því að taka út sína vaxtarverki eins og aðrir unglingar. Þéttbýli hafði aldrei fyrr verið til á Íslandi sem sjálfstæð, félagsleg heild […] Reykjavík var löngum framan af ekki annað en miðstöð sveitalífs, til vörukaupa og afurðasölu; Alþing var enn nærri einvörðungu setið sveitaklerkum og bændum, og það var undantekning ef nokkur af námssveinum Lærða skólans var úr Reykjavík sjálfri. Þar var því heldur ekki von á neinni menningarlegri nýmyndun.54
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.