Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Blaðsíða 8
8
arkenning eða nauðhyggja (determinismus) leitt
saman hesta sína. Fríhyggjan1) hefir haldið því fram, að
vilji manns væri algerlega frjáls og öllu óháður, en nauð-
hyggjan því, að hann væri háður bæði ytri og innri or-
sökum og þessvegna bundinn svo að segja í báða skó.
Hafa kenningar þessar leitt saman hesta sína um lang-
an aldur bæði í trú og vísindum og ýmsum veitt betur.
En á síðari tímum er farið að bóla á þriðju kenningunni,
svonefndri s j álf ræðiskenningu (aiutoboulia), þar
eð auðsætt virðist, að al'lar lifandi verur hafi nokkra
eigin orku til að bera, er þær geti andæft með utan að
komandi áhrifum; og vitað er um oss mennina, að oss
er nokkurn veginn í sjálfsvald sett, ef um tvo eða fleiri
kosti er að velja, hverjum þeirra vér tökum og hverjum
vér höfnum. Maðurinn virðist því hafa bæði nokkurt
sjálfræði og svonefnt valfrelsi til að bera, en það er ekki
sama og frívilji.
Frjálsræði viljans, sem svo er nefnt, má taka í sex mis-
munandi merkingum: 1. að hafa nokkra eigin orku til
að bera til þess að geta risið gegn ytri og innri áhrifum;
2. að vera að einhverju leyti óháður ytri nauðung; 3. að
geta risið gegn eigin tilfinningum og hvötum; 4. að hafa
valfrelsi, ef um tvo eða fleiri kosti er að ræða; 5. að geta
valið eftir því, sem maður veit sannast, réttast og bezt,
og loks 6. sjálf fríviljakenningin, er heldur því fram, að
viljinn sé algerlega frjáls og frí, engum orsökum háður,
og geti því farið alveg og algerlega eftir eigin geðþótta.
Um fimm fyrstu atriðin geta menn orðið nokkurn veg-
inn sammála. Að vísu má knýja menn með valdi til þess að
breyta á einn eða annan hátt, eða þeir geta þótzt tilneyddir
að breyta eftir vissum lagafyrirmælum, ef þeir vilja ekki
hafa verra af; annars láta menn venjulegast stjórnast
af tilfinningum sínum og tilhneigingum, eða, ef vitið fær
að ráða, af íhugun sinni og sjálfsákvörðun, og velja þá
tíðast þann kostinn, sem vænstur er eða siðferðilega bezt-
1) Fríhyggja er hér notað í annarri merkingu en áður hefir
tíðkazt.