Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Blaðsíða 103
101
spennistöðvum, myndi geta fullnægt öllum orkuveitu-
svæðum, er til greina gætu komið vegna fjarlægða,
þótt þau væru hvert öðru algerlega óháð. Sogsvirkj-
unin myndi þá leggja aðallínu og setja aðalspennistöð
miðsvæðis á orkuveitusvæðunum. Eru það einkum svæð-
in 2, 3 og 4, sem hafa sérstaklega góða aðstöðu að
því leyti, svo og 5, þegar að því kemur, að aðallínu
verður þörf þangað.
Á Norðurlandi hagar nokkuð líkt til. Orkuveitu-
svæðin 17 og 18, Eyjafjarðarsýsla, Akureyri og Suð-
ur-Þingeyjarsýsla, verða að sjálfsögðu tengd saman með
aðallínu, og Laxárvirkjunin getur selt raforku vestur
og austur til nágrannaorkuveitnanna, eftir því sem
þær þurfa umfram raforku, er þær vinna sjálfar inn-
anhéraðs, og eru því svæðin 14—19 vel sett að því
leyti. Ennfremur má telja, að orkuveitusvæðin 10 á
Vestfjörðum, 13 á Ströndum, 20 í Múlasýslum, svo og
önnur orkuveitusvæði, er geta fengið fullnægjandi orku
úr virkjunum innanhéraðs, svo sem 16, 21, 22 og 23
og væntanlega 11 og 12 einnig, séu svæði, er geta
starfað hvert öðru óháð. Þá eru aðeins eftir svæð-
in 7, 8 og 9 í Breiðafirði, er ef til vill eiga örðugt
með fullnægjandi sérvirkjun til frambúðar. Ef svo
reyndist, eru þau þó þannig sett, að hægt er að ná
til 7 og 8 með almenningsveitu frá 5 og svæðið 9 frá
virkjuninni í botni Arnarfjarðar, sem ætluð væri handa
svæðinu 10.
7. FJÁRHAGSMÖGULEIKAR HÉRAÐSRAFVEITNA.
Rafveitur hafa einkum vaxið upp í þéttbýli, þar
hefir tilkostnaður veitukerfisins getað verið miklu
lægri en það hámarksverð, sem hér að framan í 2.
töflu og línuriti á 6. mynd var sýnt, að leyfilegt væri
niest, til þess að veitan gæti orðið fjárhagslega sjálf-
stæð. Því er öðruvísi farið í strjálbýlinu; jafnvel í
þéttbýlum landbúnaðarhéruðum erlendis hefir reynzt
erfitt að koma á almenningsrafveitum um sveitir.