Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Qupperneq 67
67
flokka er aS ræða, er ýmiss konar samning-a þurfa að
gera sín á milli, ef skipun stjórnar á að takast. Leiðir
þetta til þess, að jafnvel flokkur kjósandans sjálfs lendir
°ft í meiri eða minni andstöðu við vilja hans. Þetta er að
vísu ekkert séreinkenni þingflokka eða þingmanna, en
sýnir, að þing og þegnar eru sitt hvað. Þingin eru sér-
stakur valdaaðili, sém þegnarnir hafa almennt tiltölu-
lega lítil bein tök á. í ýmsum löndum, þar sem ekki er um
arfgengt konungsvald að ræða, hefir því verið farin sú
leið, að verulegur hluti af valdinu, sem þegnarnir hafa
afhent, hefir verið fenginn öðrum kjörnum aðila, þ. e.
forseta. Er þetta í samræmi við valdgreiningarregluna
og á að vera hættulaust fyrir þegnana, þar sem forsetinn
ev þeim háður á sama hátt og þingið. Sjálfstætt forseta-
vald veltur mjög á því, að forsetinn sé kosinn af þjóðinni,
en ekki þinginu. En eitt helzta hlutverk hans er að vera
á verði um stjórnlögin og þar með grundvallarréttindi
þegnanna gagnvart þinginu, sem alltaf er viðurkennt
aðalvaldhafinn með löggjafarvaldið í höndum. Þróunin
hefir því orðið sú, að í stað konungs með víðtæku valdi
samkvæmt erfðarétti, er þingin vörðu réttindi þegnanna
Segn, er kominn kjörinn forseti með tímabundnu umboði,
er gætir réttinda þegnanna fyrir ofurvaldi þingsins.
Bandaríkin í Norður-Ameríku eru ljóst dæmi þessa.
Sumar þjóðir, t. d. Frakkar, hafa farið aðrar leiðir og
gert forsetavaldið líkt þingbundinni konungsstjórn. Og
eins og að framan er sýnt eru ýmis blæbrigði hér á milli,
sbn. t. d. Weimarstjórnarskrána og stjórnlög Finnlands,
ev hafa mun ríkara forsetavald en Frakkland, en þó þing-
vseðisstjórn gagnstætt því, sem er í Bandaríkjunum.
Tékkóslóvakía og ýmis önnur lýðveldi, er upp risu í lok
heimsstyrjaldarinnar fyrri, svo sem Pólland, Austurríki
°g Eystrasaltslýðveldin, höfðu aftur á móti hvort tveggja
fcingræðisstjórn og valdalitla forseta. Og þingum þeirra
y°ru ætluð talsverð afskipti af stjórnarfarinu. En reynd-
Jn varð sú, að valdið dróst smám saman úr höndum þing-
a*ina í hendur ráðherranna, og lauk þessari þróun víða
^eð einræðisstjórn. Sviss hefir þá sérstöðu eins og fyrr
5*