Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Page 58
58
greinar, en ekki brjóta í bág viS „grundvallarreglur"
stjórnlaganna né „anda“ þeirra. En þetta almenna orða-
lag er heldur teygjanlegt, og reyndar gagnslítið, eins og
reynslan hefir sýnt. Konungsstaðfestingar þarf ekki eins
og fyrr segir.
FINNLAND.
Aðalstjórnlög Finna eru frá 21. júní 1919 með breyt-
ingum 1930. En jafnframt eru í gildi um stjórnskipunina
lög frá 20. júní 1922, endurskoðuð 1928 o. fl. Samkvæmt
þessum lögum er Finnland lýðveldi með þingræðisstjórn
að formi til 'og venjulegri valdgreiningu. Forsetinn fer
með framkvæmdarvaldið. Hann er kjörinn almennum, en
óbeinum kosningum til sex ára. Kjörmenn eru 300, kosnir
af kjósendum, er kosningarétt hafa til fulltrúadeildar
þingsins. Hann verður að vera fæddur finnskur ríkisborg-
ari. Hann er æðsti maður ríkisins, tekur á móti sendi-
herrum annarra ríkja og gerir samninga við þau, þó þann-
ig, að til mikilsverðra samninga þarf samþykki þingsins.
Hann er yfirmaður hers og flota, en til ákvarðana um
stríð og frið þarf samþykkis þingsins. Hann veitir hin
æðstu embætti og hefir allrúman rétt til þess að gefa út
reglugerðir og tilskipanir. Hann getur náðað dómfellda
menn, aðra en ráðherra, dæmda af ríkisréttinum, og
veitir leyfi og undanþágur eftir því, sem lög ákveða. Hann
veitir ríkisborgararétt. Til þess, að ákvarðanir hans séu
gildar, þarf yfirleitt meðundirskriftar ráðherra, er ber
ábyrgð á gerningnum, en undantekningarlaust er þetta
ekki. Forsetinn getur tekið ákvarðanir á eigin ábyrgð, og
ráðherra, sem meðundirritar, er því aðeins skyldur til að
mótmæla, að hann telji ákvörðunina ólöglega, og honum
ber ekki að neita að meðundirrita, nema ákvörðunin sé
andstæð stjórnlögunum. Ráðherra ber þannig ábyrgð á
því, að afgreiðsla málsins sé rétt, en ekki nema stundum
á efni ákvörðunarinnar. Þess eru dæmi, að engrar ráð-
herraundirritunar þurfi með, t. d. um jafn mikilsverða
ákvörðun sem útnefning ráðuneytis og lausn. Þá var og
1930 gerð sú breyting, að þegar ríkið er í yfirvofandi