Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Blaðsíða 79
79
rafmagnssölu til almennings þarfa með smáiðnaði, en
stóriðnaður eigi meðtalinn.
Rafmagnsnotkun í almennings rafveitum má greina í
nokkra flokka, þar sem einingarverð orkunnar, talið í
aurum á kw.stund, þarf að liggja á sérstöku sviði
fyrir hvern flokk til þess, að rafmagnsnotkun í þeim
flokki verði almenn. Sé verðið hærra en flokkinum
hentar, minnkar notkunin og því meir, sem hærra
verður, svo að tekjurnar smá minnka, enda þótt ein-
ingarverðið hækki, unz tekjurnar verða engar, þegar
verðið er svo hátt, að enginn sér sér fært að nota raf-
magnið við því verði. Sé verðið hinsvegar lækkað úr
háu verði, smá vaxa tekjurnar, unz komið er að há-
marki og skilyrðin fyrir aukinni notkun í þeim flokki
fara þverrandi, og sé verðið lækkað enn meira, lækka
heildartekjurnar. Þegar möguleikarnir um aukningu eru
tæmdir, eða notkunarmöguleikinn er orðinn mettur, eins
og það er kallað, lækka tekjurnar í beinu hlutfalli við
verðlækkunina.
Er hægt að greina þessa notkunarflokka 1 aðalat-
riðum þannig:
1. Lýsing og smávélanotkun með um 1000 stunda hag-
nýtingartíma eða skemmri og er einingarverðið1) frá
30 aura grunnverði miðað við núverandi verðlags-
reikning upp í 100 aura eða hærra.
2. Vélanotkun með um 1000—2000 stunda árlegum hag-
nýtingartíma og einingarverði um 15—40 aura grunn-
verði, algengust í handiðnum og verzlunum.
3. Suða og vélanotkun með um 2000—4000 stunda hag-
nýtingartíma og einingarverði um 5—20 aura grunn-
verði.
4. Hitun og vélanotkun með um 4000 stunda hagnýt-
' ingartíma eða lengri og einingarverði frá 10 aura
grunnverði niður í 2 aura eða jafnvel lægra.
Renna flokkarnir nokkuð saman, þar sem notkun er
1) Einingarverðið er meðalverð á unna kw.st. í stöð og er þá
orkutap í veitukerfi meðtalið.