Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Blaðsíða 55
55
breytingar- eSa viðaukatillögur við þau, hvort heldur á
reglulegu ríkisþingi eða aukaþingi. Ef báðar deildir sam-
þykkja breytingu, og stjórnin er breytingunni fylgjandi,
er þing rofið og almennar kosningar fara fram. Sé breyt-
ingin nú samþykkt af hinu nýkjörna þingi, er það kemur
fyrst saman á reglulegan fund eða aukafund, skal leita
þjóðaratkvæðis innan 6 mánaða. Greiða þá atkvæði kjós-
endur, er kosningarétt eiga til fólksþingsins. Nái breyt-
ingin samþykki meirihluta kjósenda, er atkvæði greiða,
og a. m. k. 45% allra kjósenda, fær breytingin gildi sem
stjórnlög, er konungur staðfestir lögin og birtir.
SVlÞJÓÐ.
Svíar reisa stjórnarskipun sína á sjálfstæðri sögulegri
þróun í landinu sjálfu eins og Engiendingar. Um óskorað
einveldi hefir aldrei verið að ræða, og stundum hefir þing-
veldið verið svo ríkt, að mest allt stjórnvaldið hefir verið
í höndum þess. Gildandi stjórnlög Svía eru í fernu lagi.
Elzti hlutinn er síðan 6. júní 1809, en ýmsar breytingar
hafa þó verið á þeim gerðar.
Samkvæmt þeim var ætlazt til allglöggrar valdgrein-
ingar, þannig að konungur hefði ásamt ráðherrum, er
hann sjálfur veldi, rúmt framkvæmdarvald og hlutdeild
í löggjafarvaldi. En þróunin varð önnur, og er Svíþjóð
nú arfgengt konungsríki með þingbundinni stjórn, þannig
að ákvarðanir konungs eru því aðeins gildar, að ráðherra,
sem hefir traust þingsins, skrifi undir þær með honum
og beri ábyrgð á þeim, því að sjálfur er konungur ábyrgð-
arlaus.
Konungur gerir samninga við önnur ríki, en skal ráðg-
ast við utanríkismálanefnd þingsins. Suma milliríkja-
samninga þarf þingið að samþykkja. Konungur getur
sagt öðrum ríkjum stríð á hendur og samið frið, en
ákvörðunin skal tekin í ríkisráði, og yfirleitt skulu þar
ræddar helztu stjórnarráðstafanir.
Konungur er æðsti maður hers og flota, veitir ýmis
embætti, leyfi og undanþágur. Réttur hans tii að víkja