Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Qupperneq 17
17
En þótt nokkuð tíð frávik frá hinni almennu reglu um
orsakasamhengið virðist eiga sér stað í þessum undirdjúp-
um efnisins, í rafeindaheiminum, er ekki sagt, að þeirra
gæti svo mjög í sjálfum efnisheiminum, þar sem um marg-
ar milljónir efniseinda er að ræða í hverjum smámola
efnisins. Má vel vera, að frávikin eins og þurrkist út í
meðalháttsemi hinna annarra efniseinda. En þá yrði or-
sakalögmálið, sem svo er nefnt, að einskonar tíðnislögmáli
(statistisku lögmáli), er segði, hvernig hlut-
irnir höguðu sér svona yfirleitt, en gæti ekki sagt neitt
ákveðið um, hverju fram yndi í hverju einstöku falli.
Og svo er þetta í raun réttri. Eg get t. d. ekki sagt með
ákveðinni vissu, hvort upp komi „haus eða sporður“
(head or tail) á hverjum einstökum skildingi, er eg varpa
á gólf; en varpi eg milljón slíkra skildinga á gólfið, get
ég sagt .með nokkurn veginn vissu, að upp komi helming-
ur af hvoru eða 50%. Samkvæmt dánarskýrslum undan-
farinna ára get eg og reiknað út,hve margir kunni að deyja
um fimmtugt að meðaltali á ári hverju, og hagað vátrygg-
ingargjaldi þeirra nokkuð örugglega eftir því; en mér er
ómögulegt að segja, jafnvel þótt eg væri læknir og hefði
grandskoðað manninn, hvenær einhver ákveðinn maður á
þessum aldri kann að deyja. Hann getur dáið í dag eða á
morgun, um sextugt eða sjötugt eða hver veit hvað. Þann-
ig er allt nokkuð óákveðið um einstök tilfelli, þótt segja
megi eitthvað ákveðið um alla heildina eða vissan fjölda
tilfellna.
Þessi straumhvörf í fullyrðingum vísindamanna frá
fullkominni vissu um niðurstöður sínar til sennileika eða
líkinda fyrir því, sem fram kann að vinda, hafa komið
ýmsum til að ætla, að orsakanauðsynin væri að nokkru
eða öllu leyti upphafin, og sýnilega er hún ekki jafn-rík
og menn áður hugðu. En það er sitt hvað, orsakanauðsyn
og orsakaleysi, og þar í milli getur legið sveigjanlegt
orsakasamhengi, sem enn er að nokkru leyti óá-
kveðið og því eins og á hvörfum. Má því vel segja, að
með sennileika kenningunni sé hin einstrengingslega nauð-
hyggja, sem áður var svo mjög í hávegum höfð í vísind-
2