Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Qupperneq 28
28
þeirra aftur og komizt í samt lag. I 4. lagi hafa í svonefnd-
um geimgeislum fundizt efniskjarnar og kjarnabrot með
feiknaorku og þyrftu þeir ekki að afla sér nema einnar eða
fleiri rafeinda til þess aftur að verða að fullkomnum efnis-
eindum. Myndu þá ekki aftur geta myndazt frum-
þokur þessara efna víðsvegar um himingeiminn, og þær
aftur farið að dragast saman, hitna og verða að glóandi
sólum og sólhverfum ? 0g það skrítna er, að hinir merkustu
stjörnu- og stjarneðlisfræðingar halda þessu nú fram;
próf. Millikan heldur því fram, að frumefni séu smám-
saman að myndast og hlaðast upp frá því léttasta til þeirra
þyngstu, en sjálfur Sir James Jeans telur líklegra, að
frumefnin verði til á þann hátt, að þau þyngstu afhlaðist
orku sinni og breytist þar með í önnur léttari, eins og
líka dæmin sýna.
En hvað sem um þetta er, þá virðist hið vélræna or-
sakasamhengi vera í því fólgið, að eitt ýtir við öðru eða
breytist í annað eða kemur í þess stað, þannig að ekkert
virðist fara forgörðum, nema hitaorkan, efni breytist í
orku, og þá sennilega líka orka í efni, þannig að orsökin
jafngildir að einhverju eða öllu leyti verkaninni og verk-
anin orsökinni, enda hafa menn lengst af talið það aðal-
einkenni hins vélræna orsakasamhengis, að orsökin
jafngildi verkaninni : Causa æquat effectum.
VII. HIÐ VEFRÆNA ORSAKASAMHENGI.
Þótt ætla megi, að líkamir jurta og dýra séu orðnir til
úr sumum einföldustu og almennustu frumefnum jarð-
ar, svo sem kolefni, súrefni, köfnunarefni, vatnsefni,
brennisteini og fosfor; og þótt vér hljótum að kannast
við, að lifandi líkamir standi í hinu nánasta fýsisk-kem-
iska sambandi við umhverfi sitt um allar lífsnauðsynj-
ar sínar, virðist nú samt sem áður lífið og lífverurnar
vera sinnar tegundar (sui generis), því að lífver-
urnar sýna sig að alveg sérstökum starfsháttum, frá-
brugðnum öllu því, sem ólífrænt er. Þær verða til, fæðast,
vaxa og þroskast, æxlast og geta af sér aðra sína líka,