Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Síða 42
42
þegnréttindi (Déclaration des Droits de l’Homme et du
Citoyen, 28/s 1789).
En hinar fyrstu greinar hennar eru svohljóðandi:
1. Allir menn eru frjálsir og jafnir að lögum frá fæð-
ingu. Þjóðfélagslegur aðstöðumunur má aðeins vera til
í þágu alþjóðar.
2. Tilgangur hvers þjóðfélags er að vernda þann nátt-
úrlega rétt manna, sem ekki verður fargað. Þessi réttur
er: Réttur til frelsis, réttur til eigna, réttur til persónu-
legs öryggis og réttur til andstöðu gegn kúgun.
3. Allt vald á rætur sínar að rekja til þjóðarinnar.
Hvorki hópur manna né nokkur einstaklingur má fara
með vald, nema umboð til þess verði beinlínis rakið til
hennar.
í framhaldi af þessu eru ákvæði um, hvernig vernd
réttindanna skuli háttað og nánar tiltekið, hver þau séu.
Frá sjónarmiði þjóðhöfðingjanna var aftur á móti litið
svo á, að valdið væri þeirra að lögum guðs og manna, en
réttur þegnanna sá einn, er þeim væri sérstaklega veittur.
Þeir töldu því, að um náð væri að ræða, er þeir létu eitt-
hvað af valdi sínu í hendur þegnanna, og flestir voru
ófúsir tii þeirra „náðarverka", þótt svo færi, að þeir yrði
flestir að láta undan síga. Var þá oftast upphafið, að
kallað var saman ráðgefandi þing í þeim tilgangi, að með
því tækist að lægja þær æsingaöldur, er risið höfðu.
Óvíða varð þeim tilgangi þó náð. Ráðgjafaþingin litu
á sig sem fulltrúa þjóðanna, þótt þau væri í raun og veru
aðeins fulltrúar nokkurs hluta þegnanna og létu sér ekki
nægja ráðgjafarvaldið, heldur kröfðust viðurkenningar
á frumréttindum þegnanna og að minnsta kosti hlutdeild-
ar í löggjöf ásamt áhrifum á aðrar greinir stjórnvalds-
ins. Þingin urðu einnig þar, sem ekki var um beinar
byltingar að ræða, vaxtarbroddur hinna nýju hreyfinga
og áhlaupasveit þjóðanna á hendur þjóðhöfðingjavald-
inu. Þótt breytingarnar yrðu misjafnlega hraðfara í lönd-
unum, voru þær því hvarvetna bornar uppi af byltinga-
kenningum þeim, er að framan getur, og tilgangurinn var